Innlent

Samgönguáætlun gagnrýnd

Höfuðborgarsvæðið og Reykjavíkurborg sérstaklega fara verulega varhluta af fyrirhuguðum framkvæmdum ríkisins í samgöngumálum að mati borgarráðs. Er ný fjögurra ára samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gagnrýnd þar sem innan við tíu prósent framkvæmdafjár fari til höfuðborgarbúa þar sem 40 prósent landsmanna búa. Segir í bókun borgarráðs að Sjálfsstæðisflokkurinn beri höfuðábyrgð á fjársvelti höfuðborgarinnar í samgöngumálum enda hafi samgönguráðuneytið verið í þeirra höndum óslitið frá árinu 1991. Á því tímabili hafi aðeins 22 prósent framlaga til vegamála skilað sér til höfuðborgarbúa. Algerlega óviðunandi sé að hvorki Sundabraut né samgöngubætur við Mýrargötu séu á dagskrá ráðherra næstu fjögur ár. Sundabrautin sé væntanlega hagkvæmasta framkvæmdin sem hægt sé að ráðast í vegna þess fjölda sem um hana munu fara og yfirlýst áform um sérstaka fjármögnun eigi ekki að standa í vegi fyrir að hægt verði að tímasetja framkvæmdina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×