Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn 19. apríl 2005 00:01 Þegar ég var lítill var talað um Stefán Íslandi með mikilli lotningu. Það var sagt að hann hefði sungið í Konunglega (les Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn). Ég held að menn hefðu ekki sagt það hátíðlegar þó hann hefði komið fram í Scala eða Metropolitan - í huga Íslendinga þessara ára var ekki hægt að komast lengra en í Konunglega. Sumir vissu þó að þetta var listrænn ósigur; að Konunglega var bara sveitaleikhús í smáborg. Stefán hafði mikla hæfileika en hann komst ekkert sérlega langt. Sagan af Íslendingum í Kaupmannahöfn er löng og á köflum stórskemmtileg. Í ágætum þætti Gísla Marteins á laugardaginn var rætt við unga Íslendinga sem eru að meika það í Kaupmannahöfn. Frægð þeirra er augljóslega mikil - þeir reka kaffihús, þvottahús og búð með endurunnum fötum. Hafa lagt undir sig nokkuð svæði á Norðurbrú. Sumt af þessu unga fólki talaði mjög niður til Dana - fannst þeir staðnaðir og vitlausir. Þetta er svosem ekki nýtt viðhorf hjá íslensku þjóðinni. Frægar eru sögur af Íslendingum sem fóru til náms í Kaupmannahöfn og voru svo stórir upp á sig að þeir vildu ekki læra dönsku. Töldu það langt fyrir neðan virðingu sína. Minn uppáhaldsmaður í öllum þessum úrvalshópi er náungi sem hét Ögmundur Sívertsen. Hann gekk með háan pípuhatt, í grænum kjólfrakka og skemmti sér við að hengja danska lögregluþjóna uppi í ljósastaura þegar hann var fullur. Ögmundur var gáfaður, síbankur, skáldhneigður, heljarmenni að burðum, en þótti vafasamur félagsskapur. Annar ágætur maður var Eggert Ólafsson sem hið fræga kvæði Matthíasar er um. Eggert hafði farið til Kaupmannahafnar og varð svo mikill stórbokki af því að hann var sagður heilsa alþýðufólki aftur fyrir bak þegar hann kom heim til Íslands. --- --- --- Þegar talað er um hvað Danir séu aftarlega á merinni og Íslendingar ótrúlega framarlega er samt rétt að hafa í huga að með einhverjum hætti hefur Dönum tekist að verða einhver mesta verslunarþjóð í veröldinni. Þrátt fyrir að búa í landi sem er snautt af auðlindum hafa þeir hafa verið ríkir í mörg hundruð ár. Íslendingar uppgötvuðu hins vegar frjáls viðskipti í fyrra – eða var það í hitteðfyrra? --- --- --- Ungur maður sem ég þekki hitti tvo heimdellinga í gufubaði. Þeir spurðu hvort hann ætlaði ekki að ganga í Samfylkinguna til að kjósa Össur. Ég hitti svo annan ungan sjálfstæðismann í kvöld – hann staðfesti þetta, sagði að reynt hefði verið að hafa samband við ýmsa sjálfstæðismenn til að fá þá til að taka þátt í formannskjörinu í Samfylkingunni. Þetta er náttúrlega skrípaleikur. Svona hafa menn leyft sér að gera í prófkjörum í plássum úti á landi; þar kemst stundum upp að allir kjósa hjá öllum. En svona á ekki að gerast í stjórnmálaflokki sem vill láta taka sig alvarlega. Eins og staðan er virðist hætta á að Samfylkingin setji verulega ofan í þessari langdregnu kosningu. Nú er komin í gang umræða um hvort stórfyrirtæki borgi kosningabaráttu Ingibjargar Sólrúnar. Kemur svosem ekki á óvart að svoleiðis tal fari í gang. Maggi bróðir og músavinafélagið borga hins vegar fyrir Össur. --- --- --- Stjórnmálamenn hérna þurfa að að koma sér saman um að takmarka lengd kosningabaráttu. Það er merkilegt að sjá kosningar í Bretlandi og Danmörku. Þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara, en þá eru allir flokkarnir líka tilbúnir með stefnuskrár sínar. Síðan stendur kosningaslagurinn yfir í nokkrar vikur. Hér vill þetta allt dragast óþarflega á langinn. Bæði stjórnmálamönnunum og fjölmiðlafólki er um að kenna. Hjarðeðli þessara stétta er nokkurn veginn óbrigðult. Kosningabaráttan í Samfylkingunni er hallærislega löng. Hið sama má segja um síðustu kosningar, bæði til þings og borgarstjórnar. Maður er eiginlega farinn með hryllingi til borgastjórnarkosningnna á næsta ári – að þá byrji baráttan alltof snemma og verði orðin óbærilega leiðinleg þegar loks á að kjósa. Það ætti varla að vera vandi fyrir flokkana að koma sér saman um einhver takmörk – til að hlífa kjósendum. Líklega verður kosið í maílok á næsta ári. Ætli sé ekki hæfilegt að byrja kosningabaráttuna í lok apríl – en reyna að stilla sig þangað til. --- --- --- Að hugsa sér. Skoðanakannanir sýna að fylgi breska Verkamannaflokksins myndi hækka um 11 prósentustig með Gordon Brown í forsæti. Undir forystu hans myndi flokkurinn vinna einn stærsta kosningsasigur í sögunni, eftir tvö kjörtímabil í stjórn. Blair ætti kannski að hætta strax á morgun. --- --- --- TCM var áðan að sýna Fury eftir Fritz Lang, nú Greed eftir Erich von Stroheim - tvö af stærstu séníum kvikmyndasögunnar. Hvað er að gerast? Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun
Þegar ég var lítill var talað um Stefán Íslandi með mikilli lotningu. Það var sagt að hann hefði sungið í Konunglega (les Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn). Ég held að menn hefðu ekki sagt það hátíðlegar þó hann hefði komið fram í Scala eða Metropolitan - í huga Íslendinga þessara ára var ekki hægt að komast lengra en í Konunglega. Sumir vissu þó að þetta var listrænn ósigur; að Konunglega var bara sveitaleikhús í smáborg. Stefán hafði mikla hæfileika en hann komst ekkert sérlega langt. Sagan af Íslendingum í Kaupmannahöfn er löng og á köflum stórskemmtileg. Í ágætum þætti Gísla Marteins á laugardaginn var rætt við unga Íslendinga sem eru að meika það í Kaupmannahöfn. Frægð þeirra er augljóslega mikil - þeir reka kaffihús, þvottahús og búð með endurunnum fötum. Hafa lagt undir sig nokkuð svæði á Norðurbrú. Sumt af þessu unga fólki talaði mjög niður til Dana - fannst þeir staðnaðir og vitlausir. Þetta er svosem ekki nýtt viðhorf hjá íslensku þjóðinni. Frægar eru sögur af Íslendingum sem fóru til náms í Kaupmannahöfn og voru svo stórir upp á sig að þeir vildu ekki læra dönsku. Töldu það langt fyrir neðan virðingu sína. Minn uppáhaldsmaður í öllum þessum úrvalshópi er náungi sem hét Ögmundur Sívertsen. Hann gekk með háan pípuhatt, í grænum kjólfrakka og skemmti sér við að hengja danska lögregluþjóna uppi í ljósastaura þegar hann var fullur. Ögmundur var gáfaður, síbankur, skáldhneigður, heljarmenni að burðum, en þótti vafasamur félagsskapur. Annar ágætur maður var Eggert Ólafsson sem hið fræga kvæði Matthíasar er um. Eggert hafði farið til Kaupmannahafnar og varð svo mikill stórbokki af því að hann var sagður heilsa alþýðufólki aftur fyrir bak þegar hann kom heim til Íslands. --- --- --- Þegar talað er um hvað Danir séu aftarlega á merinni og Íslendingar ótrúlega framarlega er samt rétt að hafa í huga að með einhverjum hætti hefur Dönum tekist að verða einhver mesta verslunarþjóð í veröldinni. Þrátt fyrir að búa í landi sem er snautt af auðlindum hafa þeir hafa verið ríkir í mörg hundruð ár. Íslendingar uppgötvuðu hins vegar frjáls viðskipti í fyrra – eða var það í hitteðfyrra? --- --- --- Ungur maður sem ég þekki hitti tvo heimdellinga í gufubaði. Þeir spurðu hvort hann ætlaði ekki að ganga í Samfylkinguna til að kjósa Össur. Ég hitti svo annan ungan sjálfstæðismann í kvöld – hann staðfesti þetta, sagði að reynt hefði verið að hafa samband við ýmsa sjálfstæðismenn til að fá þá til að taka þátt í formannskjörinu í Samfylkingunni. Þetta er náttúrlega skrípaleikur. Svona hafa menn leyft sér að gera í prófkjörum í plássum úti á landi; þar kemst stundum upp að allir kjósa hjá öllum. En svona á ekki að gerast í stjórnmálaflokki sem vill láta taka sig alvarlega. Eins og staðan er virðist hætta á að Samfylkingin setji verulega ofan í þessari langdregnu kosningu. Nú er komin í gang umræða um hvort stórfyrirtæki borgi kosningabaráttu Ingibjargar Sólrúnar. Kemur svosem ekki á óvart að svoleiðis tal fari í gang. Maggi bróðir og músavinafélagið borga hins vegar fyrir Össur. --- --- --- Stjórnmálamenn hérna þurfa að að koma sér saman um að takmarka lengd kosningabaráttu. Það er merkilegt að sjá kosningar í Bretlandi og Danmörku. Þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara, en þá eru allir flokkarnir líka tilbúnir með stefnuskrár sínar. Síðan stendur kosningaslagurinn yfir í nokkrar vikur. Hér vill þetta allt dragast óþarflega á langinn. Bæði stjórnmálamönnunum og fjölmiðlafólki er um að kenna. Hjarðeðli þessara stétta er nokkurn veginn óbrigðult. Kosningabaráttan í Samfylkingunni er hallærislega löng. Hið sama má segja um síðustu kosningar, bæði til þings og borgarstjórnar. Maður er eiginlega farinn með hryllingi til borgastjórnarkosningnna á næsta ári – að þá byrji baráttan alltof snemma og verði orðin óbærilega leiðinleg þegar loks á að kjósa. Það ætti varla að vera vandi fyrir flokkana að koma sér saman um einhver takmörk – til að hlífa kjósendum. Líklega verður kosið í maílok á næsta ári. Ætli sé ekki hæfilegt að byrja kosningabaráttuna í lok apríl – en reyna að stilla sig þangað til. --- --- --- Að hugsa sér. Skoðanakannanir sýna að fylgi breska Verkamannaflokksins myndi hækka um 11 prósentustig með Gordon Brown í forsæti. Undir forystu hans myndi flokkurinn vinna einn stærsta kosningsasigur í sögunni, eftir tvö kjörtímabil í stjórn. Blair ætti kannski að hætta strax á morgun. --- --- --- TCM var áðan að sýna Fury eftir Fritz Lang, nú Greed eftir Erich von Stroheim - tvö af stærstu séníum kvikmyndasögunnar. Hvað er að gerast? Á forsíðu Silfurs Egils
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun