Uppáhaldspeysan alltaf jafn flott 20. apríl 2005 00:01 Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög