Ömurð 20. apríl 2005 00:01 Labbaði í gegnum borgina í morgun, illa sofinn og frekar fúll. Það setur alltaf að mér þunglyndi þegar ég kem í 10/11. Þetta er búð fyrir einstæðinga; allur matur tilbúinn á bökkum fyrir fólk sem borðar í einsemd fyrir framan sjónvarpið – gaddfreðið, örbylgjuhitað, fullt af rotvarnarefnum. Ömurð. Nú er búið að breyta 10/11 búðinni í Austurstræti í hálfgildings matsölustað - þar situr fólk út við stóran glugga og maular sómasamlokur og drekkur kók með. Meiri ömurð. Borgin virkaði mjög skítug í vorbirtunni. Ljótleiki hennar er svo áberandi á þessum árstíma – áður en gróðurinn breiðir hulu yfir. Sóðaskapurinn er yfirgengilegur í bænum. Ég ætla að stilla mig að tala um tyggjóklessurnar. Í Bretlandi hefur jafnvel verið rætt um að setja á sérstakan tyggjóskatt til að hreinsa götur. Maður þarf alltaf að herða hugann aðeins til að fara um Hlemmtorg – jæja, við eigum þó alvöru slömm. Erum að verða samkeppnisfær á því sviði. Mest áberandi var þó sóðaskapurinn utan við gamla Hampiðjuhúsið þar sem nú er listamiðstöðin Klink og Bank. Eins og öllu rusli hafi verið hent út um gluggana í mörg ár. Nema þetta sé umhverfislistaverk. Nei, enn meiri ömurð. --- --- --- Sá tvo Bentleyja sama daginn. Hef ekki áður séð svoleiðis bifreiðar á Íslandi. Göturnar eru líka að fyllast af amerískum jeppum sem eru á stærð við skriðdreka. Salan á svona bílum hefur dregist stórkostlega saman í Bandaríkjunum; í staðinn er eftirspurn eftir litlum og sparneytnum ökutækjum. Þá kaupa Íslendingar bara jeppana. Vandinn er sá að bensínverðið á aldrei eftir að lækka framar. Ég keyrði með leigubílstjóra um daginn sem sagðist skammast sín fyrir Íslendinga þegar hann sæi svona bíla. --- --- --- Hvaða áhrif hefur hinn langa kosningabarátta í Samfylkingunni? Er ekki líklegt að bróðurpartur þeirra sem mega kjósa sé löngu búinn að gera upp hug sinn? Láti ekkert hræra í sér? Hvað meðtekur fólk af öllum þessum greinaskrifum og umræðum? Glöggur maður sem ég hitti í bænum sagði að þetta væri hugsanlega eins og sagt hefði verið um páfann nýlátátna – hann hlustaði vel en heyrði ekki. --- --- --- Uppi eru miklar vangaveltur um persónu hins nýja páfa. Hann virkar eins og brosmildur og góður gamall maður, en hefur með framgöngu sinni fengið viðurnefnið rottweilerhundur guðs. Einn kirkjunnar maður sagði að fimm prósent kaþólikka, þeir allra íhaldssömstu, geti verið ánægðir – hinir megi vara sig. Í gær vitnaði ég athyglisverð ummæli Ratzingers um afstæðishyggju; það sem hann segir um harðstjórn afstæðishyggjunnar er altént umhugsunarefni. En það er fleira gott sem kemur frá þessum öldungi – hér fylgja tenglar á nokkrar heimasíður sem fjalla um Ratzinger. Þar má meðal annars finna þessi orð hans um rokktónlist: "Rock" [music]. . . is the expression of elemental passions, and at rock festivals it assumes a cultic character, a form of worship, in fact, in opposition to Christian worship. People are, so to speak, released from themselves by the experience of being part of a crowd and by the emotional shock of rhythm, noise, and special lighting effects. However, in the ecstasy of having all their defenses torn down, the participants sink, as it were, beneath the elemental force of the universe." Hér eru tilvitnanir í Ratzinger. Hérna er ágætt yfirlit um ævi mannsins og störf. Síðan virðist þessi síða liggja niðri sem stendur, trúlega vegna mikillar aðsóknar, maður hlýtur að vona að það lagist sem fyrst því þetta er sjálfur Ratzingerfanclub. Annars voru þeir einmitt að sýna frá fyrstu messu páfans í sjónvarpinu – þeir eru fallega mæltir á latínu þessir karlar. --- --- --- Amma hans Kára er á ferðalagi í Sýrlandi. Kári hefur nokkrar áhyggjur af dýrunum sem hún kann að hitta þar og um daginn sagði hann: "Ljónið má ekki éta ömmu," Ég reyndi að hughreysta hann með því að í Sýrlandi hitti amma í mesta lagi úlfalda – varla ljón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Labbaði í gegnum borgina í morgun, illa sofinn og frekar fúll. Það setur alltaf að mér þunglyndi þegar ég kem í 10/11. Þetta er búð fyrir einstæðinga; allur matur tilbúinn á bökkum fyrir fólk sem borðar í einsemd fyrir framan sjónvarpið – gaddfreðið, örbylgjuhitað, fullt af rotvarnarefnum. Ömurð. Nú er búið að breyta 10/11 búðinni í Austurstræti í hálfgildings matsölustað - þar situr fólk út við stóran glugga og maular sómasamlokur og drekkur kók með. Meiri ömurð. Borgin virkaði mjög skítug í vorbirtunni. Ljótleiki hennar er svo áberandi á þessum árstíma – áður en gróðurinn breiðir hulu yfir. Sóðaskapurinn er yfirgengilegur í bænum. Ég ætla að stilla mig að tala um tyggjóklessurnar. Í Bretlandi hefur jafnvel verið rætt um að setja á sérstakan tyggjóskatt til að hreinsa götur. Maður þarf alltaf að herða hugann aðeins til að fara um Hlemmtorg – jæja, við eigum þó alvöru slömm. Erum að verða samkeppnisfær á því sviði. Mest áberandi var þó sóðaskapurinn utan við gamla Hampiðjuhúsið þar sem nú er listamiðstöðin Klink og Bank. Eins og öllu rusli hafi verið hent út um gluggana í mörg ár. Nema þetta sé umhverfislistaverk. Nei, enn meiri ömurð. --- --- --- Sá tvo Bentleyja sama daginn. Hef ekki áður séð svoleiðis bifreiðar á Íslandi. Göturnar eru líka að fyllast af amerískum jeppum sem eru á stærð við skriðdreka. Salan á svona bílum hefur dregist stórkostlega saman í Bandaríkjunum; í staðinn er eftirspurn eftir litlum og sparneytnum ökutækjum. Þá kaupa Íslendingar bara jeppana. Vandinn er sá að bensínverðið á aldrei eftir að lækka framar. Ég keyrði með leigubílstjóra um daginn sem sagðist skammast sín fyrir Íslendinga þegar hann sæi svona bíla. --- --- --- Hvaða áhrif hefur hinn langa kosningabarátta í Samfylkingunni? Er ekki líklegt að bróðurpartur þeirra sem mega kjósa sé löngu búinn að gera upp hug sinn? Láti ekkert hræra í sér? Hvað meðtekur fólk af öllum þessum greinaskrifum og umræðum? Glöggur maður sem ég hitti í bænum sagði að þetta væri hugsanlega eins og sagt hefði verið um páfann nýlátátna – hann hlustaði vel en heyrði ekki. --- --- --- Uppi eru miklar vangaveltur um persónu hins nýja páfa. Hann virkar eins og brosmildur og góður gamall maður, en hefur með framgöngu sinni fengið viðurnefnið rottweilerhundur guðs. Einn kirkjunnar maður sagði að fimm prósent kaþólikka, þeir allra íhaldssömstu, geti verið ánægðir – hinir megi vara sig. Í gær vitnaði ég athyglisverð ummæli Ratzingers um afstæðishyggju; það sem hann segir um harðstjórn afstæðishyggjunnar er altént umhugsunarefni. En það er fleira gott sem kemur frá þessum öldungi – hér fylgja tenglar á nokkrar heimasíður sem fjalla um Ratzinger. Þar má meðal annars finna þessi orð hans um rokktónlist: "Rock" [music]. . . is the expression of elemental passions, and at rock festivals it assumes a cultic character, a form of worship, in fact, in opposition to Christian worship. People are, so to speak, released from themselves by the experience of being part of a crowd and by the emotional shock of rhythm, noise, and special lighting effects. However, in the ecstasy of having all their defenses torn down, the participants sink, as it were, beneath the elemental force of the universe." Hér eru tilvitnanir í Ratzinger. Hérna er ágætt yfirlit um ævi mannsins og störf. Síðan virðist þessi síða liggja niðri sem stendur, trúlega vegna mikillar aðsóknar, maður hlýtur að vona að það lagist sem fyrst því þetta er sjálfur Ratzingerfanclub. Annars voru þeir einmitt að sýna frá fyrstu messu páfans í sjónvarpinu – þeir eru fallega mæltir á latínu þessir karlar. --- --- --- Amma hans Kára er á ferðalagi í Sýrlandi. Kári hefur nokkrar áhyggjur af dýrunum sem hún kann að hitta þar og um daginn sagði hann: "Ljónið má ekki éta ömmu," Ég reyndi að hughreysta hann með því að í Sýrlandi hitti amma í mesta lagi úlfalda – varla ljón.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun