Flatir skattar og Untergang 22. apríl 2005 00:01 Silfur Egils á sunnudaginn er farið að taka á sig mynd. Meðal þess sem verður fjallað um er flatur skattur en hið virta tímarit The Economist helgaði honum forsíðu sína í síðustu viku. Þessi hugmynd hefur rutt sér mjög til rúms í ríkjum Austur-Evrópu. Ýmsir hafa tekið þessu fagnandi, þar á meðal vefritið Vef-Þjóðviljinn sem skrifaði fyrir fáum dögum: "Margs konar röksemdir eru fyrir því að taka upp flatan skatt. Nefna má að innheimtan verður mun einfaldari og ódýrari og undanskot minnka, sér í lagi ef skatturinn er nægilega lágur til að skattgreiðendum þykir hann ekki eins ranglátur og ella. Þetta getur sparað háar fjárhæðir bæði í beinum útgjöldum hins opinbera vegna skattheimtumanna og einnig vegna kostnaðar sem einstaklingar verða fyrir vegna flókins skattkerfis. Með einföldu flötu skattkerfi þar sem ekki eru óteljandi undanþágur verður minni sóun en í þeim skattkerfum sem algengust eru og hagkerfið verður skilvirkara og betra. Þetta skiptir máli, en þó skiptir ekki minna máli að flatur skattur á allar tekjur er ekki eins ranglátur og stighækkandi skattur, þar sem flatur skattur felur í sér að allir greiða sama hlutfall launa sinna í skatt. Þeir sem meiri tekjur hafa greiða þó vitaskuld meiri skatta en þeir sem minni tekjur hafa, en hlutfallið er það sama." Í þættinum verður einnig fjallað um kvikmyndina Der Untergang sem nú er sýnd á kvikmyndahátíð við mikla aðsókn. Myndin segir frá síðustu dögum Adolfs Hitlers og lífinu í byrgi hans í Berlín. Þá verður rætt um frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum sem sumir segja að feli í sér stórkostlegar persónunjósnir, meðal annarra Andri Óttarsson, einn gestanna í þættinum, en hann kallar þetta "Versta frumvarp ársins" í grein á Deiglunni. Af öðrum málum sem bera vafalítið á góma má nefna tíu ára afmæli ríkisstjórnar þeirra Halldórs og Davíðs, flugvöllinn og uppbyggingu í Vatnsmýri, hugmyndir um að opinbera fjármálatengsl stjórnmálamanna og formannskjörið í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun
Silfur Egils á sunnudaginn er farið að taka á sig mynd. Meðal þess sem verður fjallað um er flatur skattur en hið virta tímarit The Economist helgaði honum forsíðu sína í síðustu viku. Þessi hugmynd hefur rutt sér mjög til rúms í ríkjum Austur-Evrópu. Ýmsir hafa tekið þessu fagnandi, þar á meðal vefritið Vef-Þjóðviljinn sem skrifaði fyrir fáum dögum: "Margs konar röksemdir eru fyrir því að taka upp flatan skatt. Nefna má að innheimtan verður mun einfaldari og ódýrari og undanskot minnka, sér í lagi ef skatturinn er nægilega lágur til að skattgreiðendum þykir hann ekki eins ranglátur og ella. Þetta getur sparað háar fjárhæðir bæði í beinum útgjöldum hins opinbera vegna skattheimtumanna og einnig vegna kostnaðar sem einstaklingar verða fyrir vegna flókins skattkerfis. Með einföldu flötu skattkerfi þar sem ekki eru óteljandi undanþágur verður minni sóun en í þeim skattkerfum sem algengust eru og hagkerfið verður skilvirkara og betra. Þetta skiptir máli, en þó skiptir ekki minna máli að flatur skattur á allar tekjur er ekki eins ranglátur og stighækkandi skattur, þar sem flatur skattur felur í sér að allir greiða sama hlutfall launa sinna í skatt. Þeir sem meiri tekjur hafa greiða þó vitaskuld meiri skatta en þeir sem minni tekjur hafa, en hlutfallið er það sama." Í þættinum verður einnig fjallað um kvikmyndina Der Untergang sem nú er sýnd á kvikmyndahátíð við mikla aðsókn. Myndin segir frá síðustu dögum Adolfs Hitlers og lífinu í byrgi hans í Berlín. Þá verður rætt um frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum sem sumir segja að feli í sér stórkostlegar persónunjósnir, meðal annarra Andri Óttarsson, einn gestanna í þættinum, en hann kallar þetta "Versta frumvarp ársins" í grein á Deiglunni. Af öðrum málum sem bera vafalítið á góma má nefna tíu ára afmæli ríkisstjórnar þeirra Halldórs og Davíðs, flugvöllinn og uppbyggingu í Vatnsmýri, hugmyndir um að opinbera fjármálatengsl stjórnmálamanna og formannskjörið í Samfylkingunni.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun