Skrautsteypan í stíl við húsin 25. apríl 2005 00:01 Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu. Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu.
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira