Allt til alls í garðinum 25. apríl 2005 00:01 Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum." Hús og heimili Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum."
Hús og heimili Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið