Góðir hálsar sungu í samveru 27. apríl 2005 00:01 Stefanía Aradóttir í Árgerði er einn af 56 nemendum Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, að leikskólabörnum meðtöldum. Í gær gerðu nemendur sér dagamun, voru í samveru á sal, héldu upp á afmæli allra aprílbarna og gistu svo í skólanum. "Það er alltaf svona hátíð einu sinni í mánuði í bekknum, þá förum við út í lítinn sal í félagsheimilinu Rimum og stundum syngjum við, það er kallað "söngur á sal" en nú var "samvera á sal". Þá söng kórinn Góðir hálsar og ég er í honum og svo lásu krakkar úr 7. og 8. bekk upp. Við vorum að halda upp á bókadaginn. Svo var kaffiveisla til að fagna öllum afmælunum í apríl, meðal annars mínu því ég átti afmæli þann 18. Svo fengum við að gista. Það er alltaf gistidagur einu sinni í mánuði en aðra daga förum við heim klukkan hálf tvö." -En er nóg af rúmum eða liggið þið í flatsæng á gólfunum? "Það er gist í rúmum því einu sinni voru krakkarnir hér í heimavist. Þá dvöldu þau hér í hálfan mánuð og voru svo heima í hálfan mánuð og stunduðu heimanám. Þess vegna er vist uppi á efstu hæð og í öðru húsi við hliðina." -Eru vorprófin byrjuð í Húsabakkaskóla? "Ég veit ekki hvenær þau byrja en ég var í náttúrufræðiprófi á mánudaginn og er að fara á föstudaginn í kristinfræðipróf." -Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? "Það eru smíðar, hannyrðir og íþróttir. Við erum nýbyrjuð að læra að sauma á saumavél í hannyrðatímunum. Það er mjög gaman," segir Stefanía, sem er í fjórða bekk skólans. Nám Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Stefanía Aradóttir í Árgerði er einn af 56 nemendum Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, að leikskólabörnum meðtöldum. Í gær gerðu nemendur sér dagamun, voru í samveru á sal, héldu upp á afmæli allra aprílbarna og gistu svo í skólanum. "Það er alltaf svona hátíð einu sinni í mánuði í bekknum, þá förum við út í lítinn sal í félagsheimilinu Rimum og stundum syngjum við, það er kallað "söngur á sal" en nú var "samvera á sal". Þá söng kórinn Góðir hálsar og ég er í honum og svo lásu krakkar úr 7. og 8. bekk upp. Við vorum að halda upp á bókadaginn. Svo var kaffiveisla til að fagna öllum afmælunum í apríl, meðal annars mínu því ég átti afmæli þann 18. Svo fengum við að gista. Það er alltaf gistidagur einu sinni í mánuði en aðra daga förum við heim klukkan hálf tvö." -En er nóg af rúmum eða liggið þið í flatsæng á gólfunum? "Það er gist í rúmum því einu sinni voru krakkarnir hér í heimavist. Þá dvöldu þau hér í hálfan mánuð og voru svo heima í hálfan mánuð og stunduðu heimanám. Þess vegna er vist uppi á efstu hæð og í öðru húsi við hliðina." -Eru vorprófin byrjuð í Húsabakkaskóla? "Ég veit ekki hvenær þau byrja en ég var í náttúrufræðiprófi á mánudaginn og er að fara á föstudaginn í kristinfræðipróf." -Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? "Það eru smíðar, hannyrðir og íþróttir. Við erum nýbyrjuð að læra að sauma á saumavél í hannyrðatímunum. Það er mjög gaman," segir Stefanía, sem er í fjórða bekk skólans.
Nám Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira