Sean Connery sem 007 28. apríl 2005 00:01 Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikurinn mun byggja á þessari klassísku Bond mynd, en söguþráður hans mun reyndar taka nýjar stefnur miðað við myndina. Leikmenn munu hitta fyrir nýjar persónur og munu nýjar Bond dömur mæta á svæðið. Sir Sean Connery, sem er að taka þátt í sínum fyrsta tölvuleik, talar einnig fyrir Bond í leiknum. ”Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina”, segir Connery sjálfur, ”Leikir eru gríðarlega vinsælt afþreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri á að taka þátt.” From Russia With Love er gefinn út með leyfi MGM Interactive og er gerður af Redwood Shores studio í Kaliforníu. Myndin var frumsýnd 1963 og fékk Connery góðar viðtökur fyrir leik sinn í myndinni. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikurinn mun byggja á þessari klassísku Bond mynd, en söguþráður hans mun reyndar taka nýjar stefnur miðað við myndina. Leikmenn munu hitta fyrir nýjar persónur og munu nýjar Bond dömur mæta á svæðið. Sir Sean Connery, sem er að taka þátt í sínum fyrsta tölvuleik, talar einnig fyrir Bond í leiknum. ”Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina”, segir Connery sjálfur, ”Leikir eru gríðarlega vinsælt afþreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri á að taka þátt.” From Russia With Love er gefinn út með leyfi MGM Interactive og er gerður af Redwood Shores studio í Kaliforníu. Myndin var frumsýnd 1963 og fékk Connery góðar viðtökur fyrir leik sinn í myndinni.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira