Innlent

Greiða ber fyrir sálfræðiþjónustu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingarinnar kveðst fagna því að heilbrigðsráðherra ætli að láta athuga nánar hvort mikil notkun Ritalins og skyldra lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna tengist á einhvern hátt oflækningum. Hún spurði ráðherrann meðal annars hvort eðlilegt þætti að á annað þúsund barna upp að 14 ára aldri tækju þessi lyf að staðaldri. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að þótt notkun Ritalins og skyldra lyfja sé meiri hér en í nágrannalöndunum hafi notkunin aukist einnig þar og vísbendingar séu um að farið sé að draga úr aukningunni hérlendis. Ásta Ragnheiður segir að þótt lyfin geri gagn hafi foreldrar bundist samtökum um önnur úrræði eins og sálfræðiþjónustu. "Slík þjónusta er hins vegar ekki greidd og því er fremur gripið til lyfjameðferðar," segir Ásta Ragnheiður. Landlæknir tekur undir það að bæta þurf sálfræðiþjónustu í skólum. Ásta Ragnheiður segir að fyrirspurnin og svör heilbrigðisráðherra verði rædd nánar á Alþingi fyrir þinglok, en þau eru fyrirhuguð í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×