Fátækt barn verður fátækt foreldri 4. maí 2005 00:01 "Fátækt barn í dag verður fátækt foreldri framtíðarinnar og þess vegna er mikilvægt að vinna að því að útrýma barnafátækt," segir Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hugtakið barnafátækt er frekar nýtt af nálinni en er farið að vekja athygli víða um heim. Aðeins þrjú lönd í heiminum eru talin hafa útrýmt barnafátækt, en það eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð og segir Lára mikilvægt að við reynum að feta í fótspor þeirra. "Ef fólk ætlar að tryggja eftirlaunastöðu þá þarf að hugsa fyrst um börnin. Framfærsla aldraða er kostnaðarsöm og þótt það sé ekki áhugavert að vera alltaf að velta kostnaði fyrir sér, er það eitthvað sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af sé búið vel um fólk í bernsku," segir Lára og bætir við að börn sem búið er vel að í æsku sé yfirleitt betur sett þegar það er aldrað. "Við höfum séð það hjá okkur að besta leiðin til að útrýma barnafátækt sé með fjárfestingu í mæðrum barnanna og þá einkum þeim sem eru fátækar og lítið menntaðar, en það hefur sýnt sig að það ber mestan ávöxt," segir Lára en hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu verið að vinna í þeim málum, til dæmis með því að veita konum námsaðstoð með því að hjálpa þeim í nám sem er upp að lánshæfu námi. "Við veitum nokkrum hópum þessa námsaðstoð og sjálfstyrkingu og höfum meðal annars lagt áherslu á að hjálpa einstæðum mæðrum sem eru ómenntaðar og eiga í fjárhagslegum og jafnvel félagslegum vanda," segir Lára. Námsaðstoðin breytir gífurlega miklu í lífi þessara kvenna, en margar þeirra eiga annars á hættu að verða öryrkjar fyrir lífstíð þar sem vonleysið yfirbugar þær. "Verkefnið hefur verið gífurlega spennandi og árangursríkt til að koma þeim af stað. Þær uppgötva á þessum tíma að ef þær halda þetta út þá geta þær fengið aukið sjálfstraust," segir Lára og tekur fram að það sé ofboðslega gaman að fylgjast með konunum og sjá hvernig þær breytast til hins betra. "Þetta er hluti af því að fjárfesta í mannauðnum sem annar fer til spillis ef ekkert er að gert, og auk þess er það mikill ávinningur að þetta flyst yfir á börnin," segir Lára. Nám Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Fátækt barn í dag verður fátækt foreldri framtíðarinnar og þess vegna er mikilvægt að vinna að því að útrýma barnafátækt," segir Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hugtakið barnafátækt er frekar nýtt af nálinni en er farið að vekja athygli víða um heim. Aðeins þrjú lönd í heiminum eru talin hafa útrýmt barnafátækt, en það eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð og segir Lára mikilvægt að við reynum að feta í fótspor þeirra. "Ef fólk ætlar að tryggja eftirlaunastöðu þá þarf að hugsa fyrst um börnin. Framfærsla aldraða er kostnaðarsöm og þótt það sé ekki áhugavert að vera alltaf að velta kostnaði fyrir sér, er það eitthvað sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af sé búið vel um fólk í bernsku," segir Lára og bætir við að börn sem búið er vel að í æsku sé yfirleitt betur sett þegar það er aldrað. "Við höfum séð það hjá okkur að besta leiðin til að útrýma barnafátækt sé með fjárfestingu í mæðrum barnanna og þá einkum þeim sem eru fátækar og lítið menntaðar, en það hefur sýnt sig að það ber mestan ávöxt," segir Lára en hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu verið að vinna í þeim málum, til dæmis með því að veita konum námsaðstoð með því að hjálpa þeim í nám sem er upp að lánshæfu námi. "Við veitum nokkrum hópum þessa námsaðstoð og sjálfstyrkingu og höfum meðal annars lagt áherslu á að hjálpa einstæðum mæðrum sem eru ómenntaðar og eiga í fjárhagslegum og jafnvel félagslegum vanda," segir Lára. Námsaðstoðin breytir gífurlega miklu í lífi þessara kvenna, en margar þeirra eiga annars á hættu að verða öryrkjar fyrir lífstíð þar sem vonleysið yfirbugar þær. "Verkefnið hefur verið gífurlega spennandi og árangursríkt til að koma þeim af stað. Þær uppgötva á þessum tíma að ef þær halda þetta út þá geta þær fengið aukið sjálfstraust," segir Lára og tekur fram að það sé ofboðslega gaman að fylgjast með konunum og sjá hvernig þær breytast til hins betra. "Þetta er hluti af því að fjárfesta í mannauðnum sem annar fer til spillis ef ekkert er að gert, og auk þess er það mikill ávinningur að þetta flyst yfir á börnin," segir Lára.
Nám Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“