Innlent

Skuldum þjóðartekjur þriggja ára

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðartekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvöfaldri til þrefaldri vergri þjóðarframleiðslu. Ögmundur gagnrýndi áform stjórnvalda um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kostnaðurinn næmi 600 til 1.000 milljónum króna. Hann lagði til að þeim fjármunum yrði varið til rannsókna á hafsbotninum í alþjóðlegu samhengi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stjórnarflokkana fyrir tilraunir til þess að handstýra frelsinu og vaxandi valdbeitingu sem miðaði að því að herða helmingatök stjórnarflokkana. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði meðal annars vöxt fyrirtækja að umtalsefni. Við yrðum sjálf að búa svo um hnútana að íslensku stórfyrirtækin sæju sér áfram hag í að starfa hér á landi. Fjöldi frumvarpa verður afgreiddur á Alþingi í dag, þeirra á meðal frumvarp um samkeppnismál. Þinghaldi vetrarins lýkur í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×