Innlent

Ávarpaði stúdenta í Peking

Lýðræðið er lykillinn að framþróun, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sem í dag ræddi við nemendur í Pekingháskóla um kosti lýðræðis og einkavæðingar. Ólafur Ragnar ræddi mannréttindamál og mikilvægi þess að allir eigi þess kost að tjá hug sinn opinskátt og án alls ótta. Hann minnti á að á síðustu árum hafa mörg ríki sem áður bjuggu við hernaðarlegt einræði orðið að lýðræðisríkjum. Nemendur áttu þess kost spyrja forsetann spurninga og sagði hann eftir fundinn það hafa verið ánægjulegt hve opinskáir og óttalausir nemendurnir voru þrátt fyrir að rektor og ráðherra hefðu verið viðstaddir ávarpið. Í dag hitti Ólafur Ragnar Gímsson einnig varaforseta kínverska þingsins og forsætisráðherrann Wen Jiabao. Mahmoud Abba, hinn nýi leiðtogi Pelstínumanna, gekk þungbrúnn af fundi Jiabaos rétt áður en Ólafur Ragnar og föruneyti hittu hann. Jibao hóf samtalið á því að vitna í Eddukvæði og sýndi landi og þjóð virðingu með því. Sem aðra daga í þessari opinberu heimsókn hafa viðskiptamenn verið í stóru hlutverki. Flugleiðir sömdu um leigu á fimm Boeing 737 vélum til China Ailrines til næstu þriggja ára, Enex og Íslandsbanki undirrituðu samkomulag um að byggja stærstu hitaveitu í heimi og Sportís um sölu á Cintamani-fatnaði í þekktri íþróttavöruverslanakeðju í Kína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×