Innlent

Landbúnaðarráðherra til Noregs

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verður í opinberri heimsókn í boði norska landbúnaðarráðherrans, Lars Sponheims, dagana 22.-24. maí í Hörðalandi í Noregi. Í ferðinni verður lögð áhersla á að kynna nýsköpun í landbúnaði en norska ríkisstjórnin hefur nú um nokkurt skeið verið með sérstakt átaksverkefni til að efla atvinnu og byggð í sveitahéruðum. Ráðherrarnir funda um málefni landanna ásamt aðstoðarmönnum, meðal annars um tvíhliðasamninga milli Íslands og Noregs, samstarfið innan Norðurlandaráðs og þróun EES-samningsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×