Kaaberhúsið er skemmtilegt hús 24. maí 2005 00:01 "Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu." Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
"Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu."
Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira