Innlent

Tugir segja sig úr Samfylkingunni

Allt að þrjátíu félagsmenn hafa sagt sig úr Samfylkingunni að loknum landsfundi flokksins um síðustu helgi. Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir töluna ekki nákvæma og ómögulegt sé að ráða í ástæður fólks fyrir úrsögn. Tvær ástæður fyrir úrsögn eru þó taldar líklegri en aðrar. Í fyrsta lagi megi búast við að fyrir orð vina og kunningja hafi nokkrir látið til leiðast að ganga í Samfylkinguna til þess eins að styðja annan hvorn frambjóðandann í formannskjörinu. Þeir segi sig úr flokknum nú vegna þess að þeir vilji ekki vera flokksbundnir til frambúðar. Þá er einnig talið líklegt að fáeinir segi sig úr flokknum vegna óánægju af ýmsum toga, meðal annars vegna niðurstöðu í kjöri til formanns og varaformanns og jafnvel í aðrar trúnaðarstöður innan flokksins. Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir úrsagnirnar ekki óeðlilega margar miðað við heildarfjölda félagsmanna, en um tuttugu þúsund flokksmenn fengu send gögn til atkvæðagreiðslu í formannskjörinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×