Einbeitir sér að tónlist í sumar 25. maí 2005 00:01 "Ég fékk nú ekkert fullt af tíum," segir Sigrún Kristbjörg aðspurð og gefur ekki meira upp um það mál. Spurð út í verðlaunin segir hún hógvær. "Jú, eitthvað fékk ég af þeim," en getur ekki talið þau upp fyrr en að rannsökuðu máli. Hún hefur heldur ekki haft fyrir því að reikna út meðaleinkunnina sína og segir það hafa komið sér verulega á óvart þegar hún varð dúx. "Ég átti alls ekki von á þessu," segir hún. Tungumálin eru hennar eftirlætisfög enda fékk hún verðlaun fyrir íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku. "Ef maður hefur áhuga á einhverju er maður miklu viljugri að leggja eitthvað á sig. Það er líka svo gaman að læra eitthvað sem maður getur notað og þannig eru tungumálin." Sigrún Kristbjörg verður tvítug í september og þótt hún væri fjögur ár í framhaldsskólanum lauk hún námsefninu á þremur og hálfu. Eina önn var hún í Þýskalandi en fékk hana ekki metna hér. Svo stundar hún nám í básúnuleik líka og kveðst hafa verið í hópi tónlistarnema sem séð hafi um söngkeppnina í Flensborg. "Þegar eitthvað hefur verið um að vera höfum við oft staðið fyrir einhverju sprelli," segir Sigrún Kristbjörg, sem hyggst taka frí frá bóknámi næsta vetur og einbeita sér að básúnunni, auk þess að vinna eitthvað með. Greinilegt er að líf hennar mun snúast mikið um tónlist á næstunni því í sumar ætlar hún að starfa með tónlistarhópi á vegum Hafnarfjarðarbæjar og fram undan er ferð með Bigbandi Tónlistarskólans til Svíþjóðar. Fyrst verða reyndar Bigbandstónleikar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þeir eru á dagskrá næsta þriðjudagskvöld. Nám Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég fékk nú ekkert fullt af tíum," segir Sigrún Kristbjörg aðspurð og gefur ekki meira upp um það mál. Spurð út í verðlaunin segir hún hógvær. "Jú, eitthvað fékk ég af þeim," en getur ekki talið þau upp fyrr en að rannsökuðu máli. Hún hefur heldur ekki haft fyrir því að reikna út meðaleinkunnina sína og segir það hafa komið sér verulega á óvart þegar hún varð dúx. "Ég átti alls ekki von á þessu," segir hún. Tungumálin eru hennar eftirlætisfög enda fékk hún verðlaun fyrir íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku. "Ef maður hefur áhuga á einhverju er maður miklu viljugri að leggja eitthvað á sig. Það er líka svo gaman að læra eitthvað sem maður getur notað og þannig eru tungumálin." Sigrún Kristbjörg verður tvítug í september og þótt hún væri fjögur ár í framhaldsskólanum lauk hún námsefninu á þremur og hálfu. Eina önn var hún í Þýskalandi en fékk hana ekki metna hér. Svo stundar hún nám í básúnuleik líka og kveðst hafa verið í hópi tónlistarnema sem séð hafi um söngkeppnina í Flensborg. "Þegar eitthvað hefur verið um að vera höfum við oft staðið fyrir einhverju sprelli," segir Sigrún Kristbjörg, sem hyggst taka frí frá bóknámi næsta vetur og einbeita sér að básúnunni, auk þess að vinna eitthvað með. Greinilegt er að líf hennar mun snúast mikið um tónlist á næstunni því í sumar ætlar hún að starfa með tónlistarhópi á vegum Hafnarfjarðarbæjar og fram undan er ferð með Bigbandi Tónlistarskólans til Svíþjóðar. Fyrst verða reyndar Bigbandstónleikar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þeir eru á dagskrá næsta þriðjudagskvöld.
Nám Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira