Innlent

Sýna vöðva og tennur

Fulltrúar flokkanna þriggja, sem koma að Reykjavíkurlistanum, funduðu í gær um framtíð samstarfsins. Sverrir Jakobsson, einn fulltrúi Vinstri-grænna í viðræðunum, segist vonast eftir niðurstöðu sem fyrst. "Við í Vinstri-grænum í Reykjavík höldum almennan félagsfund á sunnudaginn og þá verður rætt hvort áhugi sé fyrir því að halda samstarfinu áfram," segir Sverrir. Hann segir að almenna samstöðu innan flokkanna þriggja að óháðir geti ekki tekið þátt í slíkum viðræðum og þar með ekki á framboðslistanum ef af samstarfi flokkanna verður. Ef sú verður niðurstaðan er ljóst að borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson þarf að ganga í einhvern hinna þriggja flokka ætli hann sér að taka sæti á Reykjavíkurlistanum. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, segir góðan gang í viðræðunum. "Samfylkingin er að sýna vöðvana og Vinstri-grænir hafa verið að sýna tennurnar í sínum málum. Þetta er einhvers konar sálfræðilegt spil," segir Þorlákur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×