Vörumst ríkisvæðingu stjórnmálanna Björgvin Guðmundsson skrifar 27. maí 2005 00:01 Mjög mikill þrýstingur er á stjórnmálamenn að ríkisvæða stjórnmálin. Krafan um aukna ríkisstyrki til handa stjórnmálaflokkum er hávær og fyrir tveimur árum tók Alþingi þá ákvörðun að greiða formönnum stjórnmálaflokka sérstakt álag á þingfararkaupið sitt. Frá árinu 2000 hafa ríkisframlög til stjórnmálaflokka hækkað um rúmlega sextíu prósent. Í ár nema framlög skattgreiðenda til flokkanna rúmum 300 milljónum króna. Það er vel yfir milljarður króna á einu kjörtímabili, hækki upphæðin ekki á þeim tíma. Jafngildir það nítján milljónum á hvern þingmann eða fimm milljónum króna á ári. Að auki fá flokkarnir ríflegar greiðslur til að mæta kostnaði vegna ráðgjafar sérfræðinga við þingstörf sín. Formenn stjórnmálaflokkanna taka sjálfir ákvörðun um ríkisstyrkina ár hvert. Ólíklegt er að þeir sem nú sitja á þingi leggi til að framlögin lækki. Það hefur alltaf verið þægilegt að senda reikning fyrir útgjöldum til skattgreiðenda. Þetta er varhugaverð þróun sem við verðum að vera vakandi fyrir. Í byrjun síðasta árs hækkaði þingfararkaup formanna stjórnmálaflokkanna um 220 þúsund krónur á mánuði. Almenningur á Íslandi á ekki að greiða formönnum stjórnmálaflokka sérstök laun fyrir að gegna því embætti. Það á að vera á ábyrgð þeirra sem kjósa viðkomandi einstakling til forystu í sínum flokki. Formaðurinn vinnur í þeirra umboði, talar í þeirra nafni og vinnur sameiginlegum hugmyndum þeirra fylgi. Aðrir bera ekki ábyrgð á því. Það eru því haldlítil rök fyrir því að hækka laun formanna stjórnmálaflokka, sem ekki eru ráðherrar, eins og fram kom í umdeildu eftirlaunafrumvarpi á sínum tíma. Ekki er nóg með að þeir tali fyrir skoðunum, sem eru mörgum á móti skapi, heldur gegna þeir engu öðru hlutverki í umboði kjósenda en að sinna starfi sínu sem alþingismenn. Því ættu skattgreiðendur þá að greiða þeim hærri laun? Sífellt er verið að gera sjálfa stjórnmálamennina samdauna því kerfi sem þeir vinna við að bæta og breyta. Kerfisbreytingar miða oft að því að auðvelda þeim að starfa sem alþingismenn allan sinn starfsferil. Vilji til að breyta ríkulegum eftirlaunum þingmanna er dæmi um það. Það gleymist hins vegar að þingmenn velja sjálfir starfsvettvanginn og kannski ekki æskilegt að þeir dvelji þar til starfsloka. Nær væri að sníða kerfið þannig að hver og einn þingmaður stoppi stutt við á Alþingi. Þannig aukast líkurnar á að hann vinni í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Allt er þetta tilraun til að ríkisvæða stjórnmálin. Um það virðist vera þegjandi samkomulag á Alþingi. Í leiðara Morgunblaðsins 13. maí síðastliðinn segir að ekki megi gleyma því að stjórnmálaflokkar séu grundvallarstofnanir í lýðræðiskerfi okkar og því beri að styrkja þá og efla sem slíka. En þetta er ekki lýðræðislegra kerfi en svo að það mismunar fólki sem ekki á sæti á Alþingi Íslendinga. Þeir sitja ekki við sama borð og fá ekki peninga skattgreiðenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eins og flokkar sem fyrir eru. Er einhver sanngirni í því? Er það lýðræðislegt? Ríkisframlög til stjórnmálaflokka neyða alla til að styðja við bakið á hugmyndum sem þeim þóknast ekki. Það getur ekki talist siðferðilega rétt í frjálsu þjóðfélagi. Auk þess er mikilvægt að drifkraftur stjórnmálanna byggist á frjálsu framlagi einstaklinga, hvort sem er í formi vinnu fyrir stjórnmálaöfl eða með fjármagni. Fyrirtæki eru í eigu einstaklinga og þess vegna má ekki banna þeim að styrkja stjórnmálaflokka. Þetta tryggir best að þau sjónarmið sem uppi eru í þjóðfélaginu og mest sátt er um nái fram að ganga. Ekki má beita ríkisstyrkjum til að koma ákveðnum skoðunum á framfæri. Við verðum að berjast gegn því að stjórnmálamenn ríkisvæði stjórnmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Mjög mikill þrýstingur er á stjórnmálamenn að ríkisvæða stjórnmálin. Krafan um aukna ríkisstyrki til handa stjórnmálaflokkum er hávær og fyrir tveimur árum tók Alþingi þá ákvörðun að greiða formönnum stjórnmálaflokka sérstakt álag á þingfararkaupið sitt. Frá árinu 2000 hafa ríkisframlög til stjórnmálaflokka hækkað um rúmlega sextíu prósent. Í ár nema framlög skattgreiðenda til flokkanna rúmum 300 milljónum króna. Það er vel yfir milljarður króna á einu kjörtímabili, hækki upphæðin ekki á þeim tíma. Jafngildir það nítján milljónum á hvern þingmann eða fimm milljónum króna á ári. Að auki fá flokkarnir ríflegar greiðslur til að mæta kostnaði vegna ráðgjafar sérfræðinga við þingstörf sín. Formenn stjórnmálaflokkanna taka sjálfir ákvörðun um ríkisstyrkina ár hvert. Ólíklegt er að þeir sem nú sitja á þingi leggi til að framlögin lækki. Það hefur alltaf verið þægilegt að senda reikning fyrir útgjöldum til skattgreiðenda. Þetta er varhugaverð þróun sem við verðum að vera vakandi fyrir. Í byrjun síðasta árs hækkaði þingfararkaup formanna stjórnmálaflokkanna um 220 þúsund krónur á mánuði. Almenningur á Íslandi á ekki að greiða formönnum stjórnmálaflokka sérstök laun fyrir að gegna því embætti. Það á að vera á ábyrgð þeirra sem kjósa viðkomandi einstakling til forystu í sínum flokki. Formaðurinn vinnur í þeirra umboði, talar í þeirra nafni og vinnur sameiginlegum hugmyndum þeirra fylgi. Aðrir bera ekki ábyrgð á því. Það eru því haldlítil rök fyrir því að hækka laun formanna stjórnmálaflokka, sem ekki eru ráðherrar, eins og fram kom í umdeildu eftirlaunafrumvarpi á sínum tíma. Ekki er nóg með að þeir tali fyrir skoðunum, sem eru mörgum á móti skapi, heldur gegna þeir engu öðru hlutverki í umboði kjósenda en að sinna starfi sínu sem alþingismenn. Því ættu skattgreiðendur þá að greiða þeim hærri laun? Sífellt er verið að gera sjálfa stjórnmálamennina samdauna því kerfi sem þeir vinna við að bæta og breyta. Kerfisbreytingar miða oft að því að auðvelda þeim að starfa sem alþingismenn allan sinn starfsferil. Vilji til að breyta ríkulegum eftirlaunum þingmanna er dæmi um það. Það gleymist hins vegar að þingmenn velja sjálfir starfsvettvanginn og kannski ekki æskilegt að þeir dvelji þar til starfsloka. Nær væri að sníða kerfið þannig að hver og einn þingmaður stoppi stutt við á Alþingi. Þannig aukast líkurnar á að hann vinni í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Allt er þetta tilraun til að ríkisvæða stjórnmálin. Um það virðist vera þegjandi samkomulag á Alþingi. Í leiðara Morgunblaðsins 13. maí síðastliðinn segir að ekki megi gleyma því að stjórnmálaflokkar séu grundvallarstofnanir í lýðræðiskerfi okkar og því beri að styrkja þá og efla sem slíka. En þetta er ekki lýðræðislegra kerfi en svo að það mismunar fólki sem ekki á sæti á Alþingi Íslendinga. Þeir sitja ekki við sama borð og fá ekki peninga skattgreiðenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eins og flokkar sem fyrir eru. Er einhver sanngirni í því? Er það lýðræðislegt? Ríkisframlög til stjórnmálaflokka neyða alla til að styðja við bakið á hugmyndum sem þeim þóknast ekki. Það getur ekki talist siðferðilega rétt í frjálsu þjóðfélagi. Auk þess er mikilvægt að drifkraftur stjórnmálanna byggist á frjálsu framlagi einstaklinga, hvort sem er í formi vinnu fyrir stjórnmálaöfl eða með fjármagni. Fyrirtæki eru í eigu einstaklinga og þess vegna má ekki banna þeim að styrkja stjórnmálaflokka. Þetta tryggir best að þau sjónarmið sem uppi eru í þjóðfélaginu og mest sátt er um nái fram að ganga. Ekki má beita ríkisstyrkjum til að koma ákveðnum skoðunum á framfæri. Við verðum að berjast gegn því að stjórnmálamenn ríkisvæði stjórnmálin.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun