Doom 3 27. maí 2005 00:01 Doom leikirnir hafa ávalt verið skrefi á undan í tæknilegum framförum. Markmiðið er einfalt, gefa spilaranum upplifun sem gleymist ekki með algjörum hryllingi. Barátta eins manns við helvíti á annari plánetu er sagan sem umvefur Doom og í nýjasta afsprengi eins hornsteins fyrstu persónu skotleikja er kveðið með sama tón. Umgjörðin Doom 3 gerist á Mars þar sem “Union Aerospace Corporation” er með bækistöð. Leynilegar rannsóknir hafa verið í gangi og þær opna flóðgátt til helvítis. Þú þarft eins þín liðs að sigrast á djöflunum sem flæða inn í bækistöðina. Í fyrri leikjum gekk allt út á að komast í gegnum völundarhúsið sem bækistöðin var og skjóta allt sem hreyfðist. Í Doom 3 er markmiðið það sama með viðbættum verkefnum og samskiptum við persónur sem á vegi verða. Bækistöðin er risastór með margar einingar sem skilja að hina ýmsu hluta leiksins og magnast leikurinn eftir hverjum hluta. Spilun Leikurinn krefst öflugan vélbúnað til að upplifa hann eins vel og best verður á kosið. Til að byrja með er hann frekar rólegur og tíminn nýtist til að kynna sér umhverfið og það sem er í gangi á Mars. Fljótlega fer þó allt til helvítis og flest allar manneskjur í bækistöðinni verða djöflafóður. Stöðin verður nánast óstarfhæf og þarf spilarinn oft á tíðum að ræsa eða slökkva á maskínum til að halda henni gangandi. Andrúmsloftið er vægast sagt drungalegt með myrkum göngum og herbergjum. Vasaljósið kemur því að góðum notum en af einhverjum ástæðum getur spilarinn ekki haldið á vasaljósi og byssu í leiðinni. Þetta er væntanlega gert til að skapa spennu og það svínvirkar. Óvættir stökkva úr skúmaskotum og spilarinn þarf að skipta yfir í vopn og nota skotblossana sem lýsingu ásamt því að djöflar birtast með miklum blossa og er það nægileg lýsing til að plaffa þá niður. Spilarinn er með PDA tölvu meðferðis og fær hann allar upplýsingar í gegnum hana. PDA niðurhalar til dæmis upplýsingum úr tölvum starfsmanna bækistöðvarinnar og nýtast upplýsingar í framvindu leiksins ásamt því að upplýsa sögunni. Óvættirnir eru kunnuglegir úr fyrri Doom leikjum og hafa allar sína sérstöðu. Þeir verða útreiknanlegir eftir smá tíma en fjöldi þeirra getur verið ansi erfiður viðureignar á köflum. Vopnin eru einnig kunnugleg enda öll úr fyrri leikjum. Grafík og hljóð Grafíkin er frábær og nær að skapa hryllilega drungalegan heim. Fullt af flottum brellum og greinilegt að vandað hafi verið til verks. Hljóðheimurinn er vandlega settur saman og nær að skapa hreint helvíti fyrir eyrun. Niðurstaða Doom 3 stendur fyrir sínu á flestum vígvöllum. Óvættirnir hefðu mátt vera aðeins sniðugri en það er í lagi. Id vilja hræða líftórunna úr fólki og það tekst alveg ágætlega. Þessi leikur á ekkert erindi fyrir hjartasjúka og börn. Algjör hryllingur. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: ID Software Útgefandi: Activision Heimasíða: http://www.doom3.com Franz Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Doom leikirnir hafa ávalt verið skrefi á undan í tæknilegum framförum. Markmiðið er einfalt, gefa spilaranum upplifun sem gleymist ekki með algjörum hryllingi. Barátta eins manns við helvíti á annari plánetu er sagan sem umvefur Doom og í nýjasta afsprengi eins hornsteins fyrstu persónu skotleikja er kveðið með sama tón. Umgjörðin Doom 3 gerist á Mars þar sem “Union Aerospace Corporation” er með bækistöð. Leynilegar rannsóknir hafa verið í gangi og þær opna flóðgátt til helvítis. Þú þarft eins þín liðs að sigrast á djöflunum sem flæða inn í bækistöðina. Í fyrri leikjum gekk allt út á að komast í gegnum völundarhúsið sem bækistöðin var og skjóta allt sem hreyfðist. Í Doom 3 er markmiðið það sama með viðbættum verkefnum og samskiptum við persónur sem á vegi verða. Bækistöðin er risastór með margar einingar sem skilja að hina ýmsu hluta leiksins og magnast leikurinn eftir hverjum hluta. Spilun Leikurinn krefst öflugan vélbúnað til að upplifa hann eins vel og best verður á kosið. Til að byrja með er hann frekar rólegur og tíminn nýtist til að kynna sér umhverfið og það sem er í gangi á Mars. Fljótlega fer þó allt til helvítis og flest allar manneskjur í bækistöðinni verða djöflafóður. Stöðin verður nánast óstarfhæf og þarf spilarinn oft á tíðum að ræsa eða slökkva á maskínum til að halda henni gangandi. Andrúmsloftið er vægast sagt drungalegt með myrkum göngum og herbergjum. Vasaljósið kemur því að góðum notum en af einhverjum ástæðum getur spilarinn ekki haldið á vasaljósi og byssu í leiðinni. Þetta er væntanlega gert til að skapa spennu og það svínvirkar. Óvættir stökkva úr skúmaskotum og spilarinn þarf að skipta yfir í vopn og nota skotblossana sem lýsingu ásamt því að djöflar birtast með miklum blossa og er það nægileg lýsing til að plaffa þá niður. Spilarinn er með PDA tölvu meðferðis og fær hann allar upplýsingar í gegnum hana. PDA niðurhalar til dæmis upplýsingum úr tölvum starfsmanna bækistöðvarinnar og nýtast upplýsingar í framvindu leiksins ásamt því að upplýsa sögunni. Óvættirnir eru kunnuglegir úr fyrri Doom leikjum og hafa allar sína sérstöðu. Þeir verða útreiknanlegir eftir smá tíma en fjöldi þeirra getur verið ansi erfiður viðureignar á köflum. Vopnin eru einnig kunnugleg enda öll úr fyrri leikjum. Grafík og hljóð Grafíkin er frábær og nær að skapa hryllilega drungalegan heim. Fullt af flottum brellum og greinilegt að vandað hafi verið til verks. Hljóðheimurinn er vandlega settur saman og nær að skapa hreint helvíti fyrir eyrun. Niðurstaða Doom 3 stendur fyrir sínu á flestum vígvöllum. Óvættirnir hefðu mátt vera aðeins sniðugri en það er í lagi. Id vilja hræða líftórunna úr fólki og það tekst alveg ágætlega. Þessi leikur á ekkert erindi fyrir hjartasjúka og börn. Algjör hryllingur. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: ID Software Útgefandi: Activision Heimasíða: http://www.doom3.com
Franz Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira