Innlent

Forseti Indlands kominn

Dr. Abdul Kalam, forseti Indlands, er kominn til landsins en flugvél hans lenti á fjórða tímanum. Hann mun í kvöld eiga viðræður við hóp íslenskra vísinda og fræðimanna og þá mun hann einnig hitta stjórnarmenn í Íslensk-indverska verslunarráðinu. Opinber heimsókn hans hefst svo í fyrramálið með móttökuathöfn að Bessastöðum og stendur hún fram á þriðjudagskvöld. Kalam mun í heimsókn sinni kynna sér þann árangur sem Íslendingar hafa náð við að byggja upp viðvörunarkerfi um ýmsa náttúruvá og nýtingu jarðhita við orkuframleiðslu hér á landi ásamt því að huga að að samvinnu Indlands og Íslands á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Indlands kemur í opinbera heimsókn hingað til lands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×