Það er sálin sem býr húsið til 30. maí 2005 00:01 "Ég á dálítið erfitt með að velja uppáhaldshúsið mitt en held ég verði að nefna hús Bókabúðar Máls og menningar á Laugaveginum," svarar Ásthildur spurð um sitt uppáhaldshús. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í þessa búð og skoða bækur, það er eins og ég komi inn í annan heim þegar ég geng inn í húsið og það er alveg frábært. Ég hef komið í margar aðrar bókabúðir en þessi kveikir virkilega í mér. Kannski hefur það eitthvað með húsið að gera," segir Ásthildur og viðurkennir að húsið sjálft sé í raun ekki mjög spennandi, það sé lífið í húsinu sem geri það svo spennandi. "Þetta hús er alls ekki fallegt að utan en það er einhver sál inni í húsinu. Kannski er það vegna þess að sama búðin hefur verið þarna svo lengi. Meðan aðrar búðir leggja upp laupana stendur þessi eins og klettur og þess vegna er þetta hús í mínum huga eins konar akkeri á Laugaveginum." Ásthildur segir að í raun og veru muni hún varla hvernig húsið sjálft líti út. "Þetta er náttúrlega bara kassi og í sjálfu sér ekkert spennandi við arkitektúrinn eða útlit hússins. Það er líka athyglisvert að þegar maður labbar niður Laugaveginn, sér maður eiginlega ekki húsin heldur horfir maður bara á búðirnar. Maður ætti einstaka sinnum að horfa upp og skoða húsin því þau eru virkilega skemmtileg. Auðvitað eru nokkur ljót hús inn á milli en heildarmyndin er góð og stemmningin einstök." Ásthildur frumsýndi á dögunum heimildamynd sína "Rósku" á stuttmynda- og heimildamyndahátíðinni "Reykjavík Shorts & Docs". Myndin fjallar um listakonuna Rósku, örlög hennar og listalíf og segist Ásthildur reyna að draga upp nýja mynd af listakonunni þar sem líf hennar á Ítalíu spilar stóra rullu."Róska var margbrotinn listamaður sem kannski hefur ekki fengið verðskuldaða athygli. Hún var líka pólitískur aðgerðasinni sem við Íslendingar getum lært mikið af," segir Ásthildur. Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Sjá meira
"Ég á dálítið erfitt með að velja uppáhaldshúsið mitt en held ég verði að nefna hús Bókabúðar Máls og menningar á Laugaveginum," svarar Ásthildur spurð um sitt uppáhaldshús. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í þessa búð og skoða bækur, það er eins og ég komi inn í annan heim þegar ég geng inn í húsið og það er alveg frábært. Ég hef komið í margar aðrar bókabúðir en þessi kveikir virkilega í mér. Kannski hefur það eitthvað með húsið að gera," segir Ásthildur og viðurkennir að húsið sjálft sé í raun ekki mjög spennandi, það sé lífið í húsinu sem geri það svo spennandi. "Þetta hús er alls ekki fallegt að utan en það er einhver sál inni í húsinu. Kannski er það vegna þess að sama búðin hefur verið þarna svo lengi. Meðan aðrar búðir leggja upp laupana stendur þessi eins og klettur og þess vegna er þetta hús í mínum huga eins konar akkeri á Laugaveginum." Ásthildur segir að í raun og veru muni hún varla hvernig húsið sjálft líti út. "Þetta er náttúrlega bara kassi og í sjálfu sér ekkert spennandi við arkitektúrinn eða útlit hússins. Það er líka athyglisvert að þegar maður labbar niður Laugaveginn, sér maður eiginlega ekki húsin heldur horfir maður bara á búðirnar. Maður ætti einstaka sinnum að horfa upp og skoða húsin því þau eru virkilega skemmtileg. Auðvitað eru nokkur ljót hús inn á milli en heildarmyndin er góð og stemmningin einstök." Ásthildur frumsýndi á dögunum heimildamynd sína "Rósku" á stuttmynda- og heimildamyndahátíðinni "Reykjavík Shorts & Docs". Myndin fjallar um listakonuna Rósku, örlög hennar og listalíf og segist Ásthildur reyna að draga upp nýja mynd af listakonunni þar sem líf hennar á Ítalíu spilar stóra rullu."Róska var margbrotinn listamaður sem kannski hefur ekki fengið verðskuldaða athygli. Hún var líka pólitískur aðgerðasinni sem við Íslendingar getum lært mikið af," segir Ásthildur.
Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Sjá meira