Innlent

Margir staðir komu til greina

"Þarna varð að líta til margra þátta og margir aðrir staðir en Selfoss komu vel til greina," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, en hann hefur ákveðið að fyrirhuguð Landbúnaðarstofnun, sem tekur til starfa á næsta ári, verði staðsett á Selfossi. Hugmyndin baki stofnun Landbúnaðarstofnuninni er að efla starfsemi þeirra embætta sem undir hana munu heyra en það eru embætti Veiðimálastjóra, Yfirdýralæknis, Plöntueftirlitsins og annarra. Guðni segir að stofnunin muni efla allt eftirlit innan landbúnaðarins og bæta þjónustustig gagnvart neytendum og viðskiptavinum. "Ástæða þess að Selfoss varð fyrir valinu var einfaldlega sú að gæta þurfti þess að hún væri ekki í of mikill fjarlægð frá höfuðborginni. Það fá allir að starfa áfram sem þess óska og hluti þeirra er búsettur í höfuðborginni. Að öðru leyti var til þess að líta að þarna er stærsta landbúnaðarsvæði landsins. Útibú frá stofnuninni verða þó áfram staðsett víða um land."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×