Innlent

Konur ræða stjórnarskrárbreytingar

Í tilefni yfirstandandi endurskoðunar stjórnarskrárinnar komu konur saman á Hallveigarstöðum í dag. Tilefni fundarins var að ræða mikilvægi þess að sjónarmið kvenna heyrist í starfi stjórnarskrárnefndar og að tillögur hennar endurspegli þarfir kvenna sem borgara í íslensku samfélagi. Meðal þess sem var rætt eru skyldur ríkisins til að tryggja öryggi kvenna gegn ofbeldi, jöfn þátttaka kynjanna í stjórnun landsins og frumkvæðisskyldur stjórnvalda til að tryggja að hér á landi ríki jafnrétti. Í tilkynningu frá hópnum segir að aldrei áður hafi konur fengið viðlíka tækifæri sem nú gefst til að koma að gerð eða endurskoðun stjórnarskrárinnar og því löngu tímabært að konur láti þar að sér kveða. Fundurinn markaði upphaf að samráði kvenna um stjórnarskrárbreytingar og munu áherslur vera kynntar á ráðstefnu stjórnarskrárnefndarinnar hinn 11. júní nk. Þeim munu síðar vera fylgt eftir með ákveðnum tillögum og ítarlegri greinargerð. Allar konur eru hvattar til að taka þátt í starfinu og er áhugasömum vísað á netfangið kvennathing@visir.is Einnig er bent á að ráðstefna stjórnarskrárnefndar er öllum opin og er hægt að skrá sig til þátttöku á heimasíðu nefndarinnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×