Rotinn fótbolti 7. júní 2005 00:01 International Herald Tribune skrifar um knattspyrnuliðið Chelsea – eða Chelski eins og gárungar kalla það – og segir að framganga félagsins einkennist af svikum og lygum og síendurteknum brotum á þeim reglum sem hafa gilt í fótboltanum. Blaðið nefnir nokkur dæmi um þetta: Hið nýjasta er fjaðrafokið í kringum Danann Frank Arnesen sem Chelsea hefur verið að reyna að lokka frá Tottenham. Áður var mál Ashley Cole, bakvarðar hjá Arsenal, sem endaði með háum fjársektum fyrir Chelsea og framkvæmdastjóra þess José Mourinhio. Annað hneyksli var þegar eigandi Chelsea, Roman Abramovits, reyndi að fá til félagsins Sven Göran Eriksson, þjálfara enska fótboltalandsliðsins. Eitt mál í viðbót er nefnt – þegar Mourinhio notaði lúabrögð til að bola sænska dómaranum Anders Frisk út úr knattspyrnunni. Allt gerist þetta með leynimakki og undirferli, eins og félaginu sé alveg sama um orðspor sitt. Einn tilgangurinn er líka að koma andstæðingum úr jafnvægi. Þegar mál af þessu tagi koma upp á yfirborðið hafa Chelseamenn margoft orðið uppvísir að lygum. Mourinhio neitaði til dæmis í lengstu lög að hafa átt fund með Ashley Cole – allt þar til honum var stillt upp við vegg með órækum sönnunum. --- --- --- Kannski breyta þessi endalausu leiðindamál sem setja blett á félagið og fótboltann engu fyrir hinn vellauðuga eiganda þess Abramovits. Olíuauður hans er metinn á 14,7 billjónir dollara – fjársektirnar í enska boltanum nema ekki meiru en tekjum hans í örfáa klukkutíma. Abramovits sagður vera landstjóri í tveimur héruðum, Tsjuiikotka í Síberíu og Chelsea í Englandi. Eftir að Mikhail Khodorkovski var dæmdur segir Herald Tribune að Kreml sé farið að veita Abramovits meiri athygli – til dæmis því hvers vegna hann eyði miklu meiri tíma og peningum á Englandi en í Síberíu? --- --- --- Aðrir sjá í þessu dæmi um hvað fótboltinn er orðinn rotinn. Flest stóru félögin eru ekki annað en fyrirtæki, leikmennirnir málaliðar, en á stuðningsmennina er fyrst og fremst litið sem gróðalind. --- ---- --- Hægri menn fagna því að stjórnarskrá Evópusambandsins hafi verið felld vegna þess að þarna hafi skriffinnarnir í Brussel fengið vel útilátið kjaftshögg, vinstri menn kætast vegna þess að frjálshyggjuvæðing Evrópusambandsins hafi verið stöðvuð, rasistar vegna þess að nú sé ólíklegra að Tyrkland gangi fái inngöngu í sambandið. Svona geta allir fundið eitthvað til að gleðjast yfir. ---- --- --- Tyrkir og Grikkir léku mikinn fótboltaleik í Tyrklandi um daginn. Ég horfði á hluta af leiknum í sjónvarpi. Á áhorfendapöllunum var borði þar sem stóð: Izmir 1922, Hellas Gold Medal for Swimming. Og á öðrum borða stóð bara ártalið 1453. Svona er kynt undir hatrinu milli þessara þjóða. Árið 1922 var borgin Smyrna eða Izmir brennd af Tyrkjum og Grikkirnir sem þar bjuggu reknir út í sjóinn. Árið 1453 féll borgin Konstantínópel (Istanbul) fyrir veldi Ottómana og var þá bundinn endir á meira en þúsund ára yfirráð kristinna manna. Leikurinn fór 0–0. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
International Herald Tribune skrifar um knattspyrnuliðið Chelsea – eða Chelski eins og gárungar kalla það – og segir að framganga félagsins einkennist af svikum og lygum og síendurteknum brotum á þeim reglum sem hafa gilt í fótboltanum. Blaðið nefnir nokkur dæmi um þetta: Hið nýjasta er fjaðrafokið í kringum Danann Frank Arnesen sem Chelsea hefur verið að reyna að lokka frá Tottenham. Áður var mál Ashley Cole, bakvarðar hjá Arsenal, sem endaði með háum fjársektum fyrir Chelsea og framkvæmdastjóra þess José Mourinhio. Annað hneyksli var þegar eigandi Chelsea, Roman Abramovits, reyndi að fá til félagsins Sven Göran Eriksson, þjálfara enska fótboltalandsliðsins. Eitt mál í viðbót er nefnt – þegar Mourinhio notaði lúabrögð til að bola sænska dómaranum Anders Frisk út úr knattspyrnunni. Allt gerist þetta með leynimakki og undirferli, eins og félaginu sé alveg sama um orðspor sitt. Einn tilgangurinn er líka að koma andstæðingum úr jafnvægi. Þegar mál af þessu tagi koma upp á yfirborðið hafa Chelseamenn margoft orðið uppvísir að lygum. Mourinhio neitaði til dæmis í lengstu lög að hafa átt fund með Ashley Cole – allt þar til honum var stillt upp við vegg með órækum sönnunum. --- --- --- Kannski breyta þessi endalausu leiðindamál sem setja blett á félagið og fótboltann engu fyrir hinn vellauðuga eiganda þess Abramovits. Olíuauður hans er metinn á 14,7 billjónir dollara – fjársektirnar í enska boltanum nema ekki meiru en tekjum hans í örfáa klukkutíma. Abramovits sagður vera landstjóri í tveimur héruðum, Tsjuiikotka í Síberíu og Chelsea í Englandi. Eftir að Mikhail Khodorkovski var dæmdur segir Herald Tribune að Kreml sé farið að veita Abramovits meiri athygli – til dæmis því hvers vegna hann eyði miklu meiri tíma og peningum á Englandi en í Síberíu? --- --- --- Aðrir sjá í þessu dæmi um hvað fótboltinn er orðinn rotinn. Flest stóru félögin eru ekki annað en fyrirtæki, leikmennirnir málaliðar, en á stuðningsmennina er fyrst og fremst litið sem gróðalind. --- ---- --- Hægri menn fagna því að stjórnarskrá Evópusambandsins hafi verið felld vegna þess að þarna hafi skriffinnarnir í Brussel fengið vel útilátið kjaftshögg, vinstri menn kætast vegna þess að frjálshyggjuvæðing Evrópusambandsins hafi verið stöðvuð, rasistar vegna þess að nú sé ólíklegra að Tyrkland gangi fái inngöngu í sambandið. Svona geta allir fundið eitthvað til að gleðjast yfir. ---- --- --- Tyrkir og Grikkir léku mikinn fótboltaleik í Tyrklandi um daginn. Ég horfði á hluta af leiknum í sjónvarpi. Á áhorfendapöllunum var borði þar sem stóð: Izmir 1922, Hellas Gold Medal for Swimming. Og á öðrum borða stóð bara ártalið 1453. Svona er kynt undir hatrinu milli þessara þjóða. Árið 1922 var borgin Smyrna eða Izmir brennd af Tyrkjum og Grikkirnir sem þar bjuggu reknir út í sjóinn. Árið 1453 féll borgin Konstantínópel (Istanbul) fyrir veldi Ottómana og var þá bundinn endir á meira en þúsund ára yfirráð kristinna manna. Leikurinn fór 0–0.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun