Innlent

Unnið gegn heimilisofbeldi

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið verkefnisstjórn um heilsufar kvenna að skoða ákveðna þætti í heilbrigðisþjónustunni til að vinna gegn heimilisofbeldi og bæta þjónustu og stuðning við þolendur heimilisofbeldis. Ellefu manns, tíu konur og einn karl, eru í verkefnisstjórninni en hún á að skoða leiðir til að auka fræðslu til heilbrigðisstétta á þessu sviði, finna leiðir til að bæta skráningu upplýsinga um heimilisofbeldi í sjúkraskrár og í þriðja lagi á nefndin að kanna hvort gerð klínískra leiðbeininga sé æskileg leið til að styðja við starfsfólk í heilbrigðisþjónustu sem í starfi sínu þarf að fást við erfið mál af þessu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×