Innlent

Halldór á fund Noregskonungs

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, verður í opinberri heimsókn í Noregi boði Stórþingsins dagana 11.-14. júní þar sem hann hittir meðal annars Harald Noregskonung. Með þingforseta í för verða eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis, Jónína Bjartmarz, 2. varaforseti Alþingis, Birgir Ármannsson, 6. varaforseti Alþingis, og Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri skrifstofu Alþingis. Þá á sendinefnd Alþingis fundi með Jørgen Kosmo, forseta Stórþingsins, og mun kynna sér starfshætti norska þingsins. Þá verður einnig fundað með fulltrúum atvinnumálanefndar þingsins og utanríkismálanefndar þess. Skoðað verður nýtt húsnæði nefnda Stórþingsins og starfsliðs þeirra. Íslensku þingmennirnir hitta einnig fjármálaráðherra Noregs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×