Innlent

Ísland tekur við forystu í Eystras

Davíð Oddsson ávarpaði í gær fund utanríkisráðherra aðildarríkja Eystrasaltsríkjanna sem stendur yfir í Stettin í Póllandi. Ísland hefur tekið við formennsku í Eystrasaltsráðinu og mun gegna henni í eitt ár. Ísland mun aðallega leggja áherslu á samvinnu á sviði orku-og umhverfismála og stuðla að samvinnu við önnur svæðisbundin samtök. Einnig mun verða lögð áhersla á að efla starf efnahagssamvinnunefndarinnar. Ísland gegnir nú formennsku í ráðinu í fyrsta sinn síðan landið gerðist aðili að því árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×