Innlent

Ný samtök gegn álveri í Eyjafirði

Samtök um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Eyjafirðinum voru stofnuð á fjölmennum fundi á Akureyri þann 28. maí síðastliðinn. Þau vara eindregið við þeirri stefnu stjórnvalda að gera atvinnulíf þjóðarinnar einhæfara með enn einu álverinu, hugsanlega við Eyjafjörð. Auk einhæfni telja þau álver leiða til landspjalla og loftmengunar. Í stað álvers vilja samtökin stuðla að fjölbreytni í atvinnumálum með áherslu á nýsköpun, þekkingariðnaði og hátækniiðnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×