Evró-neikvæðir 14. júní 2005 00:01 Það er merkilegt að Heimssýn, hreyfing Evrópuandstæðinga á Íslandi, hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og nei-hreyfingin Evrópu. Þarna eru gamlir sósíalistar (Ragnar Arnalds), ungir andstæðingar hnattvæðingarinnar (Ármann Jakobsson), evróskeptíkerar úr ysta hægri stóra hægri flokksins (Sigurður Kári Kristjánsson), frjálshyggjumenn (Birgir Tjörvi Pétursson) og svo laumast með fulltrúar þeirra sem eru andsnúnir innflytjendum (Hjörtur J. Guðmundsson). Þetta er skrítið bandalag. Eða varla eiga þessir menn margt sameiginlegt annað en óbeitina á Evrópusambandinu. Í meginstraumi stjórnmálanna dettur engum heilvita manni í hug annað en við eigum samleið með ESB. EES er svo gott sem aðild – það á að segja það eins og er. --- --- --- Í þjóðaratkvæðagreiðslunum í Evrópu voru hörðustu andstæðingar stjórnarskrárinnar pópúlistar af hægri vængnum sem kenna útlendingum um allt sem aflaga fer og ala á ótta við að Tyrkir fái inngöngu í sambandið. Hinum megin voru svo vinstri pópúlistar sem nærast á ótta við hnattvæðingu og engilsaxneska markaðshyggju. Vandinn er að þetta lið hefur ekkert uppbyggilegt fram að færa í stjórnmálunum. Einu marktæku viðbrögðin við kröfum þess væri að reisa nýjar girðingar sem verða settar saman úr tortryggni, þröngsýni, smásálarhætti. Krafan er um nýtt tímabil verndarstefnu – um að ríki Evrópu fari aftur að loka sig af. Það er ill tilhugsun. ---- --- --- Ég er á leið til Amorgos, eyjar með 1800 íbúa. Hún er svo afskekkt að fyrr á árum var hún notuð til að senda andstæðinga stjórnarinnar í Aþenu í útlegð – síðast á tíma herforingjastjórnarinnar. Mun vera klettótt og harðbýl. Á síðari tímum er eyjan frægust fyrir að þar var tekin kvikmyndin The Big Blue. Þarna er sagður vera hreinasti sjór í öllu Miðjarðarhafinu. Stjarna The Big Blue var Jean Reno. Fyrir mörgum árum borðaði ég með honum á Café Óperu í Reykjavík. Hann var líklega ekki jafn mikil stjarna þá og síðar varð. Altént vakti koma hans ekki mikla athygli. Þetta var ágætur maður – laus við allan rembing. --- --- --- Ég er að ströggla við grískuna. Hausinn er eins og sigti. Ég man orð í smástund, svo hverfa þau bara. Einn vandinn er að hér svara manni allir á ensku – það er ekki gert ráð fyrir að neinn utanaðkomandi leggi sig eftir málinu. Grikkir líta á sig sem smáþjóð. Ég var að hugsa um að fá mér einkakennara, konu með próf í fornleifafræði og klassískum fræðum. Hún tekur sjö evrur á klukkutímann. Maður skammast sín hálfpartinn fyrir að borga svo lága upphæð. --- --- --- Það er tími margra ávaxta. Það eru apríkósur í öllum búðum. Litlar sætar plómur. Ferskjur. Jarðarberin eru að hverfa. Pabbi borðar kirsuber svo hann fái illt í magann, segir Kári. Það voru ekki til svona ávextir í bernsku minni, ég kemst ekki almennilega yfir það. Missi stjórn á mér þegar ég kemst í kirsuber. Í gærkvöldi hélt ég að ég þyrfti að leita mér læknishjálpar vegna kirsuberjaofáts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun
Það er merkilegt að Heimssýn, hreyfing Evrópuandstæðinga á Íslandi, hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og nei-hreyfingin Evrópu. Þarna eru gamlir sósíalistar (Ragnar Arnalds), ungir andstæðingar hnattvæðingarinnar (Ármann Jakobsson), evróskeptíkerar úr ysta hægri stóra hægri flokksins (Sigurður Kári Kristjánsson), frjálshyggjumenn (Birgir Tjörvi Pétursson) og svo laumast með fulltrúar þeirra sem eru andsnúnir innflytjendum (Hjörtur J. Guðmundsson). Þetta er skrítið bandalag. Eða varla eiga þessir menn margt sameiginlegt annað en óbeitina á Evrópusambandinu. Í meginstraumi stjórnmálanna dettur engum heilvita manni í hug annað en við eigum samleið með ESB. EES er svo gott sem aðild – það á að segja það eins og er. --- --- --- Í þjóðaratkvæðagreiðslunum í Evrópu voru hörðustu andstæðingar stjórnarskrárinnar pópúlistar af hægri vængnum sem kenna útlendingum um allt sem aflaga fer og ala á ótta við að Tyrkir fái inngöngu í sambandið. Hinum megin voru svo vinstri pópúlistar sem nærast á ótta við hnattvæðingu og engilsaxneska markaðshyggju. Vandinn er að þetta lið hefur ekkert uppbyggilegt fram að færa í stjórnmálunum. Einu marktæku viðbrögðin við kröfum þess væri að reisa nýjar girðingar sem verða settar saman úr tortryggni, þröngsýni, smásálarhætti. Krafan er um nýtt tímabil verndarstefnu – um að ríki Evrópu fari aftur að loka sig af. Það er ill tilhugsun. ---- --- --- Ég er á leið til Amorgos, eyjar með 1800 íbúa. Hún er svo afskekkt að fyrr á árum var hún notuð til að senda andstæðinga stjórnarinnar í Aþenu í útlegð – síðast á tíma herforingjastjórnarinnar. Mun vera klettótt og harðbýl. Á síðari tímum er eyjan frægust fyrir að þar var tekin kvikmyndin The Big Blue. Þarna er sagður vera hreinasti sjór í öllu Miðjarðarhafinu. Stjarna The Big Blue var Jean Reno. Fyrir mörgum árum borðaði ég með honum á Café Óperu í Reykjavík. Hann var líklega ekki jafn mikil stjarna þá og síðar varð. Altént vakti koma hans ekki mikla athygli. Þetta var ágætur maður – laus við allan rembing. --- --- --- Ég er að ströggla við grískuna. Hausinn er eins og sigti. Ég man orð í smástund, svo hverfa þau bara. Einn vandinn er að hér svara manni allir á ensku – það er ekki gert ráð fyrir að neinn utanaðkomandi leggi sig eftir málinu. Grikkir líta á sig sem smáþjóð. Ég var að hugsa um að fá mér einkakennara, konu með próf í fornleifafræði og klassískum fræðum. Hún tekur sjö evrur á klukkutímann. Maður skammast sín hálfpartinn fyrir að borga svo lága upphæð. --- --- --- Það er tími margra ávaxta. Það eru apríkósur í öllum búðum. Litlar sætar plómur. Ferskjur. Jarðarberin eru að hverfa. Pabbi borðar kirsuber svo hann fái illt í magann, segir Kári. Það voru ekki til svona ávextir í bernsku minni, ég kemst ekki almennilega yfir það. Missi stjórn á mér þegar ég kemst í kirsuber. Í gærkvöldi hélt ég að ég þyrfti að leita mér læknishjálpar vegna kirsuberjaofáts.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun