Hlutverkaspilari dæmdur fyrir morð 14. júní 2005 00:01 Í Kína eru hlutverkaleikir að verða gríðarlega vinsælir og sumir spilarar taka leikina aðeins of alvarlega. Rifrildi um eignarhald á sverði í tölvuleik leiddi til þess að einn leikmaður stakk annan til bana. Atburðurinn gerðist í Shanghai þar sem spilafélagarnir Qiu Chenggwei og Zhu Caoyuan voru að spila hlutverkaleikinn The Legend of Mir 3 fjöldaspilunarleikinn. Eftir margra vikna spilun eignuðust þeir fágætt sverð í leiknum sem er einstakt í þessum leikjaheimi. Qui fékk eignarhaldið af sverðinu en Zhu fékk það að láni. Þegar Qiu bað um sverðið aftur fékk hann þær fregnir að Zhu hafði selt það á uppboðsvef fyrir tæpan 60.ooo krónur. Zhu vildi ekki bæta Qiu sverðmissinn né að biðjast afsökunar á framferði sínu. Qiu fór til lögreglunnar sem tjáði honum að ekki væri hægt að kæra þjófnað á eignarhaldi verðmæta hluti á netinu. Qiu tók þá til ráðs að elta Zhu uppi og stinga hann í hjartað með raunverulegu sverði. Fyrir morðið á Zhu fékk Qui ekki lífstíðardóm og mun af öllum líkindum sleppa út eftir 15 ár ef hann hegðar sér vel Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið
Í Kína eru hlutverkaleikir að verða gríðarlega vinsælir og sumir spilarar taka leikina aðeins of alvarlega. Rifrildi um eignarhald á sverði í tölvuleik leiddi til þess að einn leikmaður stakk annan til bana. Atburðurinn gerðist í Shanghai þar sem spilafélagarnir Qiu Chenggwei og Zhu Caoyuan voru að spila hlutverkaleikinn The Legend of Mir 3 fjöldaspilunarleikinn. Eftir margra vikna spilun eignuðust þeir fágætt sverð í leiknum sem er einstakt í þessum leikjaheimi. Qui fékk eignarhaldið af sverðinu en Zhu fékk það að láni. Þegar Qiu bað um sverðið aftur fékk hann þær fregnir að Zhu hafði selt það á uppboðsvef fyrir tæpan 60.ooo krónur. Zhu vildi ekki bæta Qiu sverðmissinn né að biðjast afsökunar á framferði sínu. Qiu fór til lögreglunnar sem tjáði honum að ekki væri hægt að kæra þjófnað á eignarhaldi verðmæta hluti á netinu. Qiu tók þá til ráðs að elta Zhu uppi og stinga hann í hjartað með raunverulegu sverði. Fyrir morðið á Zhu fékk Qui ekki lífstíðardóm og mun af öllum líkindum sleppa út eftir 15 ár ef hann hegðar sér vel
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið