Hver einasta flík er einstök 15. júní 2005 00:01 "Nafnið RYK varð til þegar ég var 14 ára. Þegar ég fór að hanna og selja fyrir alvöru í fyrra kom eiginlega ekkert annað nafn til greina," segir Kristín sem hefur varla undan að sauma og ver mörgum klukkutímum á dag við saumavélina. Kristín saumar öll fötin sjálf og eftirspurnin er mikil. "Ég legg mikið upp úr því að hver og ein flík sé einstök og geri aldrei tvær nákvæmlega eins flíkur. Stundum er ég beðin um það en þá reyni ég að breyta einhverju svo þær séu ekki alveg eins." Kristín hefur lokið fyrsta ári af fjórum í kjólaklæðskeranámi við Iðnskólann í Reykjavík og segir námið nýtast vel fyrir fatahönnun. "Það er mjög mikilvægt að læra allan saumaskapinn því þá veit maður hvernig á að sauma fötin og fer ekki að teikna eitthvað sem er ómögulegt að sauma," segir Kristín. Kristín er í alls konar saumaskap og hefur meðal annars saumað nokkra kjóla fyrir fegurðarsamkeppnir. Mest saumar hún þó af bolum og pilsum sem finna má í alls konar útgáfum. "Ég nota aðallega teygjanlegt efni og vinn líka mikið úr blúndu, tjulli og alls konar skrauti. Þar sem markaðurinn á Íslandi er lítill er ekki mikið úrval af efnum hér og það er dálítið erfitt að finna flott efni. Þess vegna byrjaði ég að lita efni sjálf og sauma ansi mikið úr því. Svo er alltaf gott að kaupa efni erlendis, ég er t.d. á leið til London á næstunni og ætla að finna einhver falleg efni þar," segir Kristín. RYK fötin eru til sölu í versluninni Sirku í Skipagötu á Akureyri og þar er einnig hægt að hafa samband við Kristínu og leggja inn pöntun fyrir sérsaumaða og einstaka flík.Kristín í bláu Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Nafnið RYK varð til þegar ég var 14 ára. Þegar ég fór að hanna og selja fyrir alvöru í fyrra kom eiginlega ekkert annað nafn til greina," segir Kristín sem hefur varla undan að sauma og ver mörgum klukkutímum á dag við saumavélina. Kristín saumar öll fötin sjálf og eftirspurnin er mikil. "Ég legg mikið upp úr því að hver og ein flík sé einstök og geri aldrei tvær nákvæmlega eins flíkur. Stundum er ég beðin um það en þá reyni ég að breyta einhverju svo þær séu ekki alveg eins." Kristín hefur lokið fyrsta ári af fjórum í kjólaklæðskeranámi við Iðnskólann í Reykjavík og segir námið nýtast vel fyrir fatahönnun. "Það er mjög mikilvægt að læra allan saumaskapinn því þá veit maður hvernig á að sauma fötin og fer ekki að teikna eitthvað sem er ómögulegt að sauma," segir Kristín. Kristín er í alls konar saumaskap og hefur meðal annars saumað nokkra kjóla fyrir fegurðarsamkeppnir. Mest saumar hún þó af bolum og pilsum sem finna má í alls konar útgáfum. "Ég nota aðallega teygjanlegt efni og vinn líka mikið úr blúndu, tjulli og alls konar skrauti. Þar sem markaðurinn á Íslandi er lítill er ekki mikið úrval af efnum hér og það er dálítið erfitt að finna flott efni. Þess vegna byrjaði ég að lita efni sjálf og sauma ansi mikið úr því. Svo er alltaf gott að kaupa efni erlendis, ég er t.d. á leið til London á næstunni og ætla að finna einhver falleg efni þar," segir Kristín. RYK fötin eru til sölu í versluninni Sirku í Skipagötu á Akureyri og þar er einnig hægt að hafa samband við Kristínu og leggja inn pöntun fyrir sérsaumaða og einstaka flík.Kristín í bláu
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira