Innlent

Undarlegt mat á vanhæfi

"Við ætlum að komast að því hjá ríkisendurskoðanda á fundi fjárlaganefndar í dag hvernig hann fari að því að draga vanhæfismörk við 26,3 prósenta eignaraðild forsætisráðherra og fjölskyldu hans," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón segist jafnframt ætla að spyrja ríkisendurskoðanda hvar hann hafi fengið leiðbeiningar um mat á vanhæfisástæðum. "Við höfum ekki séð nein lögfræðiálit um þetta og ég veit ekki hvaða gildi minnisblað ríkisendurskoðanda hefur um vanhæfi forsætisráðherra," segir Guðjón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×