Innlent

Strákaklúbburinn ofan á

"Á síðasta ári þegar valdir voru ráðherrar fyrir flokkinn varð strákaklúbburinn ofan á." Þannig kemst Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að orði í pistli á heimasíðu sinni á netinu í gær 19. júní, en þá voru 90 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Kristinn segir að þar hafi stefna Framsóknarflokksins vikið fyrir eiginhagsmunum strákanna. Gripið hafi verið í það hálmstrá að konur væru aðeins um 30 prósent af félagsmönnum og því væri óeðlilegt að þær skipuðu hærra hlutfall af ráðherrastöðunum. Ekki hafi þó verið útskýrt af hverju hlutfallið ætti að vera aðeins 20 prósent af ráðherrum flokksins en ekki 40 prósent. Kristinn spyr einnig hversu margar konur hafi verið skipaðar í sendiherra- eða forstjórastöður hjá ríkinu. "Hvaða stöður hafa þær fengið, Ingibjörg Pálmadóttir eða Lára Margrét Ragnarsdóttir," spyr Kristinn og segir ennþá mikinn strákaklúbb hjá hinu opinbera, ekki síst í stjórnmálunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×