Innlent

Varaformannskosning í lagi

Sérstök athugun á framkvæmd landsfundar Samfylkingarinnar í maí síðastliðnum leiddi meðal annars í ljós að ekki var reynt að kjósa fyrir aðra í varaformannskjöri flokksins. Stuðningsmenn Ágústs Ólafs Ágústssonar voru sakaðir um óheiðarlega kosningasmölun og jafnvel kosningasvik af áðurgreindum toga eftir að Ágúst Ólafur náði yfirburðakosningu í varaformannskjöri fundarins. Gunnar Svavarsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir í samantekt um málið að 15 manns hafi sinnt eftirliti með varaformannskjörinu og sérstaklega vel hafi verið fylgst með því þar sem um var að ræða fyrstu rafrænu kosningarnar. Kosning í öll embætti á landsfundi Samfylkingarinnar hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins. Samkvæmt reglum flokksins liggur fyrir að liðlega tvö þúsund félagsmenn áttu rétt til setu á landsfundinum en það stafar af verulegri fjölgun í Samfylkingunni í aðdraganda landsfundarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×