Innlent

Meira en 10% af landsframleiðslu

Ísland er eitt sex ríkja innan OECD þar sem útgjöld til heilbrigðismála nema meira en tíu prósentum af landsframleiðslu. Meðalútgjöld til heilbrigðismála á hvern einstakling hér á landi eru um 200 þúsund krónur á ári og alls nema útgjöld til málaflokksins 10,5 prósentum af landsframleiðslu. Langmest eru útgjöld til heilbrigðismála í Bandaríkjunum, eða um 350 þúsund krónur á mann á ári, og alls 15 prósent af landsframleiðslu. Hin löndin sem fara yfir tíu prósenta markið eru Noregur, Sviss, Þýskaland og Frakkland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×