Innlent

Forkastanlegar ábendingar

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir ábendingar Ríkisendurskoðunar um að breyta þurfi lögum um réttindi og skyldur, svo frysta megi launagreiðslur starfsmanna þeirra stofnana sem fari fram úr fjárlagaheimildum, vera forkastanlegar. Ögmundur segir það furðulega ósvífni að leggja til að laun séu höfð af almennum starfsmönnum. Hann spyr hvort sjúkraliðar og læknaritarar missi laun sín ef niðurskurðarglöð stjórnvöld herði að Landspítalanum þannig að hann fari fram úr heimildum. Hann vísar hugmyndunum algerlega á bug og segir að svona ofbeldi verði aldrei þolað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×