Innlent

Samið um þróunarsamvinnu

Tvíhliða samningur um þróunarsamvinnu Íslands við Srí Lanka var undirritaður í Kólombó, höfuðborg landsins, í morgun. Samningurinn er gerður til fimm ára og nemur framlag Íslands til þróunarstarfs í landinu á þessu ári 75 milljónum króna. Þetta er fyrsta þróunarverkefni Íslands utan Afríku. Að beiðni stjórnvalda var fyrirhugað að þróunarstarfið yrði í fyrstu einkum á sviði sjávarútvegs en vegna afleiðinga flóðbylgjunnar annan dag jóla í fyrra verða á því áherslubreytingar. Starfið mun taka mið af afleiðingum flóðanna og beinast að uppbyggingu í strandbyggðum, fræðslu og tæknivæðingu á sviði fiskveiða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×