Innlent

Kosið um skipulagsmál á Nesinu

Seltirningar kjósa í dag um skipulagsmál á Hrólfskálamel og Suðurströnd. Valið stendur á milli tveggja tillagna sem nefndar eru tillögur H og S. Samkvæmt tillögu H er gert ráð fyrir gervigrasvelli og blandaðri byggð á Hrólfskálamel, þar sem fyrirtæki er nú, en íbúðabyggð á Suðurströnd fyrir neðan Valhúsaskóla fyrir um 350 íbúa. Í tillögu S er þessu öfugt farið, þ.e. gert er ráð fyrir að gervigrasvelli fyrir neðan Valhúsaskóla en byggð á Hrólfskálamel fyrir um 240 íbúa. Rúmlega 3.000 íbúar eru á kjörskrá. Kosið er í Valhúsaskóla og hófst kjörfundur klukkan 9 í morgun. Klukkan hálffjögur höfðu um 700 manns neytt atkvæðisréttar síns en þar að auki höfuð tæplega 400 greitt atkvæði utan kjörstaðar. Kjörfundur stendur til klukkan 10 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×