Innlent

SUS 75 ára

Samband ungra sjálfstæðismanna var 75 ára í gær og af því tilefni var efnt til hátíðarstjórnarfundar á Þingvöllum. Sambandið var stofnað árið 1930 í Hvannagjá á Þingvöllum og var fyrsti formaðurinn Torfi Hjartarson. Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæðisflokksins flutti ávarp en núverandi formaður sambandsins er Hafsteinn Þór Hauksson. Á vef félagsins, Sus.is, birtist einnig nýr greinaflokkur með greinum eftir fyrrverandi formenn SUS sem skrifaðar eru vegna afmælisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×