Innlent

Davíð þyrlar upp ryki

"Ég verð að segja að og á það við bæði um Davíð og Steingrím að menn verða að rökstyðja sitt mál með einhverjum  hætti, en ekki að reyna að blása þeim út af borðinu með orðhengilshætti auk þess sem Davíð er nátengdur málinu því hann var einn af verkstjórunum í einkavæðingunni," segir Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna en Davíð Oddson utanríkisráðherra  kom fram með þá kenningu í Fréttablaðinu á sunnudaginn að þingmenn stjórnarandstöðunnar þyrðu ekki að spyrja lögfræðinga beint út um hæfi Halldórs Ágrímssonar forsætisráðherra þegar ríkisbankarnir voru seldir því þeir óttuðist svarið. Auk þess sagðist Davíð ekki hafa lesið þessa langloku stjórnandstöðunnar en þar væru gefin svör við leiðandi spurningum  Steingrímur Ólafsson blaðafulltrúi forsætisráðherra sagði meginefni álitsins beinast að Ríkisendurskoðun en ekki forsætisráðherra.  Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins segir það ekki rétta túlkun hjá Davíð Oddssyni að þingmenn stjórnaandstöðunnar óttist svar lögfræðinga um meint vanhæfi Halldórs því hann myndi fagna úrskurði um vanhæfið sama hver hann væri. "Þessi orð Davíðs þjóna þeim tilgangi að þyrla upp ryki og halda tryggð við forsætisráðherra," segir Lúðvík Begvinsson þingmaður Samfylkingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×