Innlent

Framboðsmál R listans óljós

Samfylkingin og Vinstri grænir eru óhress með þá tillögu Framsóknarmanna að þeir fái tvö örugg sæti á R-listanum þrátt fyrir að skoðanakönnun bendi til þess að Framsóknarflokkurinn fái engan borgarfulltrúa kjörinn í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta kom fram á fundi samráðshóps R listans um framtíð listans síðdegis í gær. Framsóknarmenn lögðu jafnframt til að Samfylkingin og Vinstri grænir fengju þrjá fulltrúa hvor og yrði borgarstjóri úr röðum Samfylkingarinnar. Tillagan hlaut afar dræmar undirtektir fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarmanna, sem víðuðu til skoðanakönnunar sem bendir til þess að í næstu kosningum fái Samfylkingin sjö fulltrúa kjörna, vinstri grænir þrjá og Framsóknarflokkurinn engan. Framsóknarmenn telfdu þá fram þeirri tillögu til vara að Samfylkingin fengi fjóra í átta efstu sætin, Framsóknarmenn tvo og Vinstri grænir tvo og kæmi borgarstjórinn í hlut Vinstri grænna. Samkvæmt heimildum Fréttastofu var líka tekið dræmt í þá tillögu og eru framboðsmál R listans því enn jafn óljós og fyrir fundinn, en Vinstri grænir hafa ákveðið að efna til forvals um efstu menn sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×