Popppunktar 7. júlí 2005 00:01 Einhvern tíma ætla ég að fá að vera með þátt í útvarpi og spila bara lög. Það er bráðum nóg komið af þessu rövli. Manni hrýs hugur við því að menn ætli að fara að bæta við heilli sjónvarpsstöð sem á að vera með fréttir allan sólarhringinn – í samfélagi sem er á stærð við Stoke! Spila lög og tala aðeins á milli, svona eins og Jón Múli – ekki að ég fari að líkja mér við hann. Engum manni tókst betur en honum að vera ekki hress í útvarpi. Það er misskilningur að útvarpsmenn þurfi að vera hressir. Fyrir löngu vann ég dálítinn tíma í morgunútvarpi á Rás 2. Hef aldrei komist nær því að missa heilsuna – mér var gjörsamlega ofviða að þurfa að vakna klukkan fimm á morgnana. Ég var aldrei hress og margir hlustendur þökkuðu mér fyrir það – þeim leið eins. --- --- --- iPod og iTunes og allt það hefur breytt því hvernig maður hlustar á tónlist. Maður getur raðað saman lögum á alla vegu, nálgast hérumbil allt sem hefur verið gefið út. Hlustað á tónlist sem maður var löngu búinn að gleyma, líka það sem maður hálfpartinn skammaðist sín fyrir að þykja skemmtilegt. Konan mín segir að ég hafi ömurlegan tónlistarsmekk – mér þykir eiginlega ekki varið í neitt nema það hafi góða melódíu. Er veikur fyrir væmni. Um daginn kom hún að mér þar sem ég var að spila John Denver. 68-kynslóðin segist hafa haft bestu tónlistina; það sætir furðu hvað tónlist sjöunda og áttunda áratugsins ætlar að verða lífseig. Stærstu númerin á Live8 voru hljómsveitir sem gáfu út fyrstu plötur sínar í kringum 1965. Ég las í blaði í morgun að sala á Pink Floyd plötum hefði margfaldast eftir helgina. Sömu sögu er að segja um The Who. --- --- --- Man einhver eftir Humble Pie? Ég hlóð niður nokkrum lögum af plötunni Rockin´ the Filmore sem var til á mörgum heimilum upp úr 1970. Ég kynntist henni í sveit í Dölunum – það var eina platan sem var til fyrir utan Vilhjálm, Ellý og Savanna tríóið. Humble Pie var allrosaleg sveit. Þarna syngur og orgar Steve Marriott með framburði sem er ættaður úr austurbænum í London; lögin voru sjaldnast styttri en fimmtán mínútur með sólóum og öllu. Mörgum árum seinna var ég á leið á tónleika í úthverfi í London til að hlýða á sveit sem kallaðist Blind Drunk – þar var í Marriott aðalhlutverki. Ég las í Melody Maker að sveitin bæri nafnið með rentu; hann væri útbrunninn. Ég komst þó aldrei í klúbbinn því einhverjar bullur ætluðu að berja mig og vin minn, Svein Yngva, nú doktor í bókmenntum, og við komumst undan á flótta. Marriott dó nokkru síðar, brann inni – gott ef ekki kviknaði í rúminu hans út frá sígarettu? Hann lifði það ekki að fá að koma aftur og aftur á samkomum eins og Live 8. En á sínum tíma var tilfinningin einstök hjá honum – hinn ungi Peter Frampton lagði meira að segja á flótta úr Humble Pie af því Marriott var svo villtur með sitt lágstéttatjallarokk.Hann var Kenny Hibbitt rokksins. --- --- --- Annar sem ég fór að hlusta dálítið á er Jackson Browne. Ég las í bók eftir breska höfundinn Nick Hornby að þetta væri maður sem ekki væri hægt að líta framhjá. Í mínum huga hefur Browne verið algjört hallæri. Í flokki með Eagles og Kenny Loggins. Hornby segist hafa verið sömu skoðunar til skamms tíma, svo hafi hann uppgötvað að þetta sé alvöru lagahöfundur með sína eigin rödd og mjög góða texta– talent sem myndi teljast fágætur í dag. --- --- --- Ég er einn þeirra sem varð fyrir áfalli þegar Bítlarnir hættu – var þá bara tíu ára en hafði verið ákafur aðdáandi síðan tónar úr She Loves You bárust inn um gluggann heima hjá mér mörgum árum áður. Nú get ég notað ITunes og leikið mér að því að búa til Bítlaplötu sem kom aldrei út. Eftir að fjórmenningarnir hófu hver sinn sólóferil fóru þeir að gefa út margfalt meira efni en hljómsveitin hafði sent frá sér áður – og taldist hún þó nokkuð afkastamikil. Það er ekki furða að framleiðslunni hrakaði stöðugt. Ef hins vegar hefði komið út Bítlaplata árið 1971 hefðu þessi lög getað verið á henni: Imagine (Lennon) Come and Get It (McCartney) All Things Must Pass (Harrison) It Don´t Come Easy (Starr) Mother (Lennon) Maybe I´m Amazed (McCartney) Instant Karma (Lennon) Beware of Darkness (Harrison) Junk (McCartney) Jealous Guy (Lennon) Too Many People (McCartney) My Sweet Lord (Harrison) Oh My Love (Lennon) Júbb. Þetta er vissulega ósamstætt. En það voru síðustu Bítlaplöturnar líka. Plata með þessum lögum hefði þó varla talist annað en meistaraverk. --- --- --- Á tímanum þegar ég var að hlusta á Humble Pie í sveitinni voru þættir eins og Óskalög sjómanna og Óskalög sjúklinga í útvarpinu. Maður heyrði þessa þætti í hverri viku, hinn fyrrnefnda á fimmtudögum, hinn síðarnefnda á laugardögum. Halldór Laxness spurði eitt sinn hvort músíkalskt fólk á Íslandi yrði aldrei veikt. Þarna voru spiluð lög eins og Lax lax lax sem óperusöngvarinn Guðmundur Jónsson söng með dægurlagahljómsveit. Þótti bráðfyndið á sínum tíma. Guðmundur – hinn mætasti maður – var líka í öðru hlutverki. Hann var í hópi karla á Ríkisútvarpinu sem bannaði flutning á allri tónlist sem þeim líkaði ekki við. Annar sem stjórnaði þessu var tónskáldið Jón Þórarinsson. Þegar ég vann á útvarpinu árið 1988 voru til í tónlistarsafni stofnunarinnar plötur sem starfsmenn höfðu rispað vandlega svo ekki væri hægt að spila þær. --- --- --- Maður sér fyrir sér stútungskarla með skrúfjárn eða vasahnífa, rispandi plötur í gríð og erg. Það var passað vandlega að skemma ekki nema lögin sem voru bönnuð. Þetta voru ekki óðir skemmdarvargar, heldur var þetta gert af vísindalegri natni svo almennri smekkvísi væri ekki ofboðið. Síðan voru límdir utan á plöturnar ótal viðvörunarmiðar – harðbannað að spila! Frægasta lagið sem lenti í þessu var útgáfa Trúbrots af Pílagrímakórnum eftir Wagner. Það þótti hrein goðgá að ungir tónlistarmenn úr Keflavík eða slíkum plássum væru að klæmast á svona stórvirki. Breytti engu að þeir notuðu þetta til að þróa áhuga sinn á tónlist – einn þeirra, Karl Sighvatsson, varð meira að segja kirkjuorganisti seinna meir. Þessir gripir eiga heima í poppminjasafni – nei, í sjálfu Þjóðminjasafninu því þeir lýsa ákveðnu menningarástandi. --- --- --- Á þessum tíma var hljómsveit sem hét Náttúra líka að fikta við að spila klassíska músík. Meðal liðsmanna var Diddi fiðla sem hafði klassíska menntun. Til dæmis var mjög vinsæl útgáfa sveitarinnar á frægu verki eftir Grieg. Hún var undir sterkum áhrifum frá bresku hljómsveitinni Nice þar sem Keith Emerson lamdi orgelið. Það var tekinn upp sjónvarpsþáttur með Náttúru þar sem þeir léku meðal annars músík sem Leifur Þórarinsson tónskáld hafði samið fyrir sveitina. Þetta þótti ekki nógu gott. Eiginlega algjört hneyksli. Þátturinn var umsvifalaust bannaður. Og ekki nóg með það, heldur var passað upp á að eyðileggja hann – þurrka hann barasta út úr heiminum svo enginn gæti séð þetta framar. --- --- --- Þetta var tími þegar menn stóðu ennþá sveittir í því að hneykslast yfir listsköpun. Nú standa sömu mennirnir og fyrir fjörutíu árum uppi á sviði, löngu orðnir gamlir karlar, og spila sömu gömlu lögin fyrir bæði unga og aldna. Maður veltur fyrir sér hvort menning okkar sé nánast ófær um að framleiða hluti sem hægt er að taka alvarlega. Í staðinn notum við ósamstætt dót héðan og þaðan sem er endurunnið aftur og aftur þar til það endar loks uppi sem skopstæling af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Einhvern tíma ætla ég að fá að vera með þátt í útvarpi og spila bara lög. Það er bráðum nóg komið af þessu rövli. Manni hrýs hugur við því að menn ætli að fara að bæta við heilli sjónvarpsstöð sem á að vera með fréttir allan sólarhringinn – í samfélagi sem er á stærð við Stoke! Spila lög og tala aðeins á milli, svona eins og Jón Múli – ekki að ég fari að líkja mér við hann. Engum manni tókst betur en honum að vera ekki hress í útvarpi. Það er misskilningur að útvarpsmenn þurfi að vera hressir. Fyrir löngu vann ég dálítinn tíma í morgunútvarpi á Rás 2. Hef aldrei komist nær því að missa heilsuna – mér var gjörsamlega ofviða að þurfa að vakna klukkan fimm á morgnana. Ég var aldrei hress og margir hlustendur þökkuðu mér fyrir það – þeim leið eins. --- --- --- iPod og iTunes og allt það hefur breytt því hvernig maður hlustar á tónlist. Maður getur raðað saman lögum á alla vegu, nálgast hérumbil allt sem hefur verið gefið út. Hlustað á tónlist sem maður var löngu búinn að gleyma, líka það sem maður hálfpartinn skammaðist sín fyrir að þykja skemmtilegt. Konan mín segir að ég hafi ömurlegan tónlistarsmekk – mér þykir eiginlega ekki varið í neitt nema það hafi góða melódíu. Er veikur fyrir væmni. Um daginn kom hún að mér þar sem ég var að spila John Denver. 68-kynslóðin segist hafa haft bestu tónlistina; það sætir furðu hvað tónlist sjöunda og áttunda áratugsins ætlar að verða lífseig. Stærstu númerin á Live8 voru hljómsveitir sem gáfu út fyrstu plötur sínar í kringum 1965. Ég las í blaði í morgun að sala á Pink Floyd plötum hefði margfaldast eftir helgina. Sömu sögu er að segja um The Who. --- --- --- Man einhver eftir Humble Pie? Ég hlóð niður nokkrum lögum af plötunni Rockin´ the Filmore sem var til á mörgum heimilum upp úr 1970. Ég kynntist henni í sveit í Dölunum – það var eina platan sem var til fyrir utan Vilhjálm, Ellý og Savanna tríóið. Humble Pie var allrosaleg sveit. Þarna syngur og orgar Steve Marriott með framburði sem er ættaður úr austurbænum í London; lögin voru sjaldnast styttri en fimmtán mínútur með sólóum og öllu. Mörgum árum seinna var ég á leið á tónleika í úthverfi í London til að hlýða á sveit sem kallaðist Blind Drunk – þar var í Marriott aðalhlutverki. Ég las í Melody Maker að sveitin bæri nafnið með rentu; hann væri útbrunninn. Ég komst þó aldrei í klúbbinn því einhverjar bullur ætluðu að berja mig og vin minn, Svein Yngva, nú doktor í bókmenntum, og við komumst undan á flótta. Marriott dó nokkru síðar, brann inni – gott ef ekki kviknaði í rúminu hans út frá sígarettu? Hann lifði það ekki að fá að koma aftur og aftur á samkomum eins og Live 8. En á sínum tíma var tilfinningin einstök hjá honum – hinn ungi Peter Frampton lagði meira að segja á flótta úr Humble Pie af því Marriott var svo villtur með sitt lágstéttatjallarokk.Hann var Kenny Hibbitt rokksins. --- --- --- Annar sem ég fór að hlusta dálítið á er Jackson Browne. Ég las í bók eftir breska höfundinn Nick Hornby að þetta væri maður sem ekki væri hægt að líta framhjá. Í mínum huga hefur Browne verið algjört hallæri. Í flokki með Eagles og Kenny Loggins. Hornby segist hafa verið sömu skoðunar til skamms tíma, svo hafi hann uppgötvað að þetta sé alvöru lagahöfundur með sína eigin rödd og mjög góða texta– talent sem myndi teljast fágætur í dag. --- --- --- Ég er einn þeirra sem varð fyrir áfalli þegar Bítlarnir hættu – var þá bara tíu ára en hafði verið ákafur aðdáandi síðan tónar úr She Loves You bárust inn um gluggann heima hjá mér mörgum árum áður. Nú get ég notað ITunes og leikið mér að því að búa til Bítlaplötu sem kom aldrei út. Eftir að fjórmenningarnir hófu hver sinn sólóferil fóru þeir að gefa út margfalt meira efni en hljómsveitin hafði sent frá sér áður – og taldist hún þó nokkuð afkastamikil. Það er ekki furða að framleiðslunni hrakaði stöðugt. Ef hins vegar hefði komið út Bítlaplata árið 1971 hefðu þessi lög getað verið á henni: Imagine (Lennon) Come and Get It (McCartney) All Things Must Pass (Harrison) It Don´t Come Easy (Starr) Mother (Lennon) Maybe I´m Amazed (McCartney) Instant Karma (Lennon) Beware of Darkness (Harrison) Junk (McCartney) Jealous Guy (Lennon) Too Many People (McCartney) My Sweet Lord (Harrison) Oh My Love (Lennon) Júbb. Þetta er vissulega ósamstætt. En það voru síðustu Bítlaplöturnar líka. Plata með þessum lögum hefði þó varla talist annað en meistaraverk. --- --- --- Á tímanum þegar ég var að hlusta á Humble Pie í sveitinni voru þættir eins og Óskalög sjómanna og Óskalög sjúklinga í útvarpinu. Maður heyrði þessa þætti í hverri viku, hinn fyrrnefnda á fimmtudögum, hinn síðarnefnda á laugardögum. Halldór Laxness spurði eitt sinn hvort músíkalskt fólk á Íslandi yrði aldrei veikt. Þarna voru spiluð lög eins og Lax lax lax sem óperusöngvarinn Guðmundur Jónsson söng með dægurlagahljómsveit. Þótti bráðfyndið á sínum tíma. Guðmundur – hinn mætasti maður – var líka í öðru hlutverki. Hann var í hópi karla á Ríkisútvarpinu sem bannaði flutning á allri tónlist sem þeim líkaði ekki við. Annar sem stjórnaði þessu var tónskáldið Jón Þórarinsson. Þegar ég vann á útvarpinu árið 1988 voru til í tónlistarsafni stofnunarinnar plötur sem starfsmenn höfðu rispað vandlega svo ekki væri hægt að spila þær. --- --- --- Maður sér fyrir sér stútungskarla með skrúfjárn eða vasahnífa, rispandi plötur í gríð og erg. Það var passað vandlega að skemma ekki nema lögin sem voru bönnuð. Þetta voru ekki óðir skemmdarvargar, heldur var þetta gert af vísindalegri natni svo almennri smekkvísi væri ekki ofboðið. Síðan voru límdir utan á plöturnar ótal viðvörunarmiðar – harðbannað að spila! Frægasta lagið sem lenti í þessu var útgáfa Trúbrots af Pílagrímakórnum eftir Wagner. Það þótti hrein goðgá að ungir tónlistarmenn úr Keflavík eða slíkum plássum væru að klæmast á svona stórvirki. Breytti engu að þeir notuðu þetta til að þróa áhuga sinn á tónlist – einn þeirra, Karl Sighvatsson, varð meira að segja kirkjuorganisti seinna meir. Þessir gripir eiga heima í poppminjasafni – nei, í sjálfu Þjóðminjasafninu því þeir lýsa ákveðnu menningarástandi. --- --- --- Á þessum tíma var hljómsveit sem hét Náttúra líka að fikta við að spila klassíska músík. Meðal liðsmanna var Diddi fiðla sem hafði klassíska menntun. Til dæmis var mjög vinsæl útgáfa sveitarinnar á frægu verki eftir Grieg. Hún var undir sterkum áhrifum frá bresku hljómsveitinni Nice þar sem Keith Emerson lamdi orgelið. Það var tekinn upp sjónvarpsþáttur með Náttúru þar sem þeir léku meðal annars músík sem Leifur Þórarinsson tónskáld hafði samið fyrir sveitina. Þetta þótti ekki nógu gott. Eiginlega algjört hneyksli. Þátturinn var umsvifalaust bannaður. Og ekki nóg með það, heldur var passað upp á að eyðileggja hann – þurrka hann barasta út úr heiminum svo enginn gæti séð þetta framar. --- --- --- Þetta var tími þegar menn stóðu ennþá sveittir í því að hneykslast yfir listsköpun. Nú standa sömu mennirnir og fyrir fjörutíu árum uppi á sviði, löngu orðnir gamlir karlar, og spila sömu gömlu lögin fyrir bæði unga og aldna. Maður veltur fyrir sér hvort menning okkar sé nánast ófær um að framleiða hluti sem hægt er að taka alvarlega. Í staðinn notum við ósamstætt dót héðan og þaðan sem er endurunnið aftur og aftur þar til það endar loks uppi sem skopstæling af sjálfu sér.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun