Skipun að ofan um áframhald 11. júlí 2005 00:01 Svo virðist sem flokkarnir þrír sem standa að Reykjavíkurlistanum, Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, hafi í gær ákveðið að höggva á hnút sem kominn var á viðræður um áframhaldandi samstarf og halda "í skjól" með frekari viðræður. Heimildir blaðsins herma að forystu flokkanna í borginni hafi þótt nóg um fréttaflutning af gangi viðræðna og því hafi komið "skipun að ofan" um að ná skyldi saman um áframhaldandi samstarf. Viðræðunefnd Reykjavíkurlistaflokkanna sendi eftir fund sinn í gær frá sér tilkynningu þar sem sagt var að síðustu vikur hafi átt sér stað gagnlegar viðræður og tekið fram að í gær hafi orðið ákveðinn vendipunktur í viðræðunum. Ákveðið hafi verið að vísa tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli þar sem viðræðunefndin skipti með sér verkum og vænti þess "að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum". Fyrir fundinn var búist við því að Samfylkingin legði fram tillögu um tilhögun framboðsmála, en hún hefur ekki komið fram. Fólk tengt Reykjavíkurlistaflokkunum vildi lítið láta hafa eftir sér í gær um gang mála. Þó var hreyft við þeirri skoðun að nýleg skoðanakönnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét gera um fylgi framboða í Reykjavík kunni að hafa ýtt á að flokkarnir þjöppuðu sér saman um Reykjavíkurlistann, enda hafi komið fram að listinn nyti fylgis um helmings kjósenda, þrátt fyrir óvissu og umræðu um skipan framboðslista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagðist telja góðan gang í viðræðum flokkanna og Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar kvaðst ánægður með fund viðræðunefndarinnar í gær. "Ég er bjartsýnni en áður um að góð lending náist í málinu sem allir flokkar geti sætt sig við," sagði hann og bætti við að allar yfirlýsingar meðan á viðræðum stæði væru frekar óheppilegar. "Í það minnsta ef menn ætla að ná niðurstöðu og þetta vonandi komið í annan og betri farveg að því leyti til." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Svo virðist sem flokkarnir þrír sem standa að Reykjavíkurlistanum, Samfylking, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, hafi í gær ákveðið að höggva á hnút sem kominn var á viðræður um áframhaldandi samstarf og halda "í skjól" með frekari viðræður. Heimildir blaðsins herma að forystu flokkanna í borginni hafi þótt nóg um fréttaflutning af gangi viðræðna og því hafi komið "skipun að ofan" um að ná skyldi saman um áframhaldandi samstarf. Viðræðunefnd Reykjavíkurlistaflokkanna sendi eftir fund sinn í gær frá sér tilkynningu þar sem sagt var að síðustu vikur hafi átt sér stað gagnlegar viðræður og tekið fram að í gær hafi orðið ákveðinn vendipunktur í viðræðunum. Ákveðið hafi verið að vísa tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli þar sem viðræðunefndin skipti með sér verkum og vænti þess "að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum". Fyrir fundinn var búist við því að Samfylkingin legði fram tillögu um tilhögun framboðsmála, en hún hefur ekki komið fram. Fólk tengt Reykjavíkurlistaflokkunum vildi lítið láta hafa eftir sér í gær um gang mála. Þó var hreyft við þeirri skoðun að nýleg skoðanakönnun sem Sjálfstæðisflokkurinn lét gera um fylgi framboða í Reykjavík kunni að hafa ýtt á að flokkarnir þjöppuðu sér saman um Reykjavíkurlistann, enda hafi komið fram að listinn nyti fylgis um helmings kjósenda, þrátt fyrir óvissu og umræðu um skipan framboðslista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagðist telja góðan gang í viðræðum flokkanna og Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar kvaðst ánægður með fund viðræðunefndarinnar í gær. "Ég er bjartsýnni en áður um að góð lending náist í málinu sem allir flokkar geti sætt sig við," sagði hann og bætti við að allar yfirlýsingar meðan á viðræðum stæði væru frekar óheppilegar. "Í það minnsta ef menn ætla að ná niðurstöðu og þetta vonandi komið í annan og betri farveg að því leyti til."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent