Námskeið í uppeldi á Suðurnesjum 11. júlí 2005 00:01 Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ... Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ...
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent