Ef þú ert svangur... en samt ekki 15. júlí 2005 00:01 Gunnar Karl Gíslason yfirmatreiðslumaður segir að stefnan sé að bjóða upp á allt í senn, stílhreint og afslappað umhverfi og flottan en frjálslegan matseðil. "Við skilgreinum okkur sem skandinavískt bistro og tilgangurinn er að höfða til breiðs hóps. Hér erum við með hádegis- og kvöldmatseðil og mikið úrval af smáréttum," segir Gunnar og bendir á yfirskrift smáréttanna: "Svangur... en samt ekki...." sem er ástand sem margir kannast við. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa en ásamt léttu og skemmtilegu smáréttunum svífur rammíslenskur andi yfir vötnum og meðal annars er hægt að panta sér lambaskanka, salkjöt, þorsk, skyr, rjóma og rabarbara. "Við reynum að hafa þetta sem fjölbreyttast og finnum að það höfðar til fólks. Brasseraðir lambaskankar eru til dæmis alltaf klassískir.Hvernig eru þeir matreiddir? Þeir eru brúnaðir í ofni og settir í pott með miklu grænmeti og kryddjurtum. Þetta fær svo að malla í um það bil fimm tíma. Þá er vökvinn sigtaður frá og soðið oní kjarnann og soðið bakað upp með smjöri. Þá fer kjötið út í ásamt gróft skornu rótargrænmetinu og þetta er svo borið fram á kartöflumús með stökkum gljáðum kartöflum og miklu dilli. Þetta er alveg dásamlegur réttur," segir Gunnar brosandi. Þeim á B5 finnst líka gaman að geta boðið upp á saltkjöt, skyr, rjóma og rabarbara, svo eitthvað sé nefnt, enda hefur matseðillinn mælst vel fyrir, bæði hjá útlendum og innfæddum. "Þetta á að vera huggulegt og ljúft, starfsfólkið er frjálslegt og "casual" og maturinn í stíl við það."Lambaskankinn er borinn fram með gljáðum kartöflum og miklu dilliPáll BergmannSmáréttir fyrir þá sem eru svangir.... en samt ekki...Páll Bergmann Matur Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Gunnar Karl Gíslason yfirmatreiðslumaður segir að stefnan sé að bjóða upp á allt í senn, stílhreint og afslappað umhverfi og flottan en frjálslegan matseðil. "Við skilgreinum okkur sem skandinavískt bistro og tilgangurinn er að höfða til breiðs hóps. Hér erum við með hádegis- og kvöldmatseðil og mikið úrval af smáréttum," segir Gunnar og bendir á yfirskrift smáréttanna: "Svangur... en samt ekki...." sem er ástand sem margir kannast við. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa en ásamt léttu og skemmtilegu smáréttunum svífur rammíslenskur andi yfir vötnum og meðal annars er hægt að panta sér lambaskanka, salkjöt, þorsk, skyr, rjóma og rabarbara. "Við reynum að hafa þetta sem fjölbreyttast og finnum að það höfðar til fólks. Brasseraðir lambaskankar eru til dæmis alltaf klassískir.Hvernig eru þeir matreiddir? Þeir eru brúnaðir í ofni og settir í pott með miklu grænmeti og kryddjurtum. Þetta fær svo að malla í um það bil fimm tíma. Þá er vökvinn sigtaður frá og soðið oní kjarnann og soðið bakað upp með smjöri. Þá fer kjötið út í ásamt gróft skornu rótargrænmetinu og þetta er svo borið fram á kartöflumús með stökkum gljáðum kartöflum og miklu dilli. Þetta er alveg dásamlegur réttur," segir Gunnar brosandi. Þeim á B5 finnst líka gaman að geta boðið upp á saltkjöt, skyr, rjóma og rabarbara, svo eitthvað sé nefnt, enda hefur matseðillinn mælst vel fyrir, bæði hjá útlendum og innfæddum. "Þetta á að vera huggulegt og ljúft, starfsfólkið er frjálslegt og "casual" og maturinn í stíl við það."Lambaskankinn er borinn fram með gljáðum kartöflum og miklu dilliPáll BergmannSmáréttir fyrir þá sem eru svangir.... en samt ekki...Páll Bergmann
Matur Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira