BF2: Special Forces tilkynntur 25. júlí 2005 00:01 Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Þú munt hafa nýjastu og þróuðustu græjur sem til eru, en þar á meðal eru farartæki og vopn. Í Battlefield 2 Special Forces geta leikmenn valið um 6 mismunandi gerðir hermanna - Navy SEALs, bresku SAS, rússnesku Spetznas, MEC Special Forces, uppreisnarmenn og skæruliða. Þú munt verða vopnaður þróuðustu vopnum sem til eru,og getur stýrt meira en 10 nýjum farartækjum á leið þinni inní alþjóðlegar deilur þar sem allt að 64 leikmenn geta spilað saman. Þar að auki geta leikmenn þróað hermennina sína þannig að þeir hækka í tign og verða öflugri. Battlefield 2 Special Forces inniheldur hasarinn og þau gæði sem við þekkjum úr Battlefield 2, nema hvað sögusviðið gerist á bakvið fréttamyndirnar, þar sem leikmenn fara í hlutverk hermanna sem eru þeir hættulegustu og best þjálfuðu í nútíma hernaði. Vopnin í leiknum eru þau sem notuð eru af sérsveitum í dag, og það sama gildir um farartæki og aðrar græjur. En leikmenn þurfa á öllu sína að halda til að ná stjórninni yfir herjum og markmiðum þeirra. Aukapakkinn er gerður af Digital Illusions Canada. Battlefield 2: Special Forces verður gefinn út í haust fyrir PC. Til að spila Battlefield 2: Special Forces þarf að hafa Battlefield 2 uppsettan á tölvunni. Til að fá frekari upplýsingar um Battlefield 2: Special Forces eða aðra leiki í Battlefield-seríunni er bent á síðuna http://www.battlefield.ea.com . Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Þú munt hafa nýjastu og þróuðustu græjur sem til eru, en þar á meðal eru farartæki og vopn. Í Battlefield 2 Special Forces geta leikmenn valið um 6 mismunandi gerðir hermanna - Navy SEALs, bresku SAS, rússnesku Spetznas, MEC Special Forces, uppreisnarmenn og skæruliða. Þú munt verða vopnaður þróuðustu vopnum sem til eru,og getur stýrt meira en 10 nýjum farartækjum á leið þinni inní alþjóðlegar deilur þar sem allt að 64 leikmenn geta spilað saman. Þar að auki geta leikmenn þróað hermennina sína þannig að þeir hækka í tign og verða öflugri. Battlefield 2 Special Forces inniheldur hasarinn og þau gæði sem við þekkjum úr Battlefield 2, nema hvað sögusviðið gerist á bakvið fréttamyndirnar, þar sem leikmenn fara í hlutverk hermanna sem eru þeir hættulegustu og best þjálfuðu í nútíma hernaði. Vopnin í leiknum eru þau sem notuð eru af sérsveitum í dag, og það sama gildir um farartæki og aðrar græjur. En leikmenn þurfa á öllu sína að halda til að ná stjórninni yfir herjum og markmiðum þeirra. Aukapakkinn er gerður af Digital Illusions Canada. Battlefield 2: Special Forces verður gefinn út í haust fyrir PC. Til að spila Battlefield 2: Special Forces þarf að hafa Battlefield 2 uppsettan á tölvunni. Til að fá frekari upplýsingar um Battlefield 2: Special Forces eða aðra leiki í Battlefield-seríunni er bent á síðuna http://www.battlefield.ea.com .
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira