Við viljum ekki svonalagað hér! 27. júlí 2005 00:01 Undarlegt þetta fár út af fáeinum hræðum sem hafa sett upp tjöld til að eiga hægara með að mótmæla austur við Kárahnjúka. Nú er búið að reka fólkið burt – með aðstoð kirkjunnar – það á helst að senda það úr landi. Á fréttamyndum sér maður ábúðarmikla löggæslumenn standa yfir vesældarlegum mótmælendum sem eru að taka saman eigur sínar. Við viljum ekkert svonalagað hér, eru skilaboðin. Þrátt fyrir öll mannalæti smáþjóðarinnar er stutt í molbúaháttinn. --- --- --- Kannski eru þetta vitleysingar eða auðnuleysingjar eins og það er kallað í Fréttablaðinu. Það kemur málinu bara ekkert við – þetta fólk á að fá að mótmæla eins og það getur. Það breytir heldur ekki neinu hvort þetta eru útlendingar eða atvinnumótmælendur. Útlendingar eiga að geta mótmælt hérna eins og aðrir - er ekki virkjunin einmitt reist til að veita orku í verksmiðju sem er í eigu alþjóðlegs auðhrings? Það er heldur ekkert sem bannar fólki að hafa mótmæli að atvinnu. Mönnum er meira að segja heimilt að hafa vondan málstað og nota vondar aðferðir til að berjast fyrir honum. Eftir að hafa hlustað á fréttir er erfitt að sjá að fólkið hafi valdið slíkum skaða að sé tilefni til þessa upphlaups. Varla setur það mikið strik í reikning slíkra milljarðaframkvæmda þótt einhver hlekki sig við vörubíl eða spreyi slagorð á skúr. Raunar var á fréttaflutningnum að skilja að mesti glæpurinn væri að slagorðin eru á ensku. --- --- --- Svona mótmælabúðir hafa lengi þekkst. Maður þarf ekki að hafa farið á námskeið um baráttuna gegn hnattvæðingunni til að taka þátt. Aðferðir af þessu tagi voru til dæmis notaðar – í miklu stærri mæli – í baráttunni gegn Alta virkjuninni í Norður-Noregi á sínum tíma. Frægar eru mótmælabúðir kvenna við Greenham Common; þar var tjaldað í mörg ár og einnig við kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield. Nú ef menn hafa svo miklar áhyggjur af þessu er ekki annað að gera en að auka öryggisgæsluna, þótt líklega sé ekki heimilt að setja Kínverja á smánarlaunum í lögreglubúninga. --- --- --- Annars eiga mótmælendurnir ýmsa bandamenn – og suma óvænta. Helgi Seljan, blaðamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð, flutti athyglisverðan pistil á Talstöðinni um daginn. Þar biðst Helgi, sem lengi bjó á Reyðarfirði, afsökunar á því að hafa stutt virkjanaframkvæmdirnar og segist hafa látið berast með í múgæsingu sem greip um sig austur á fjörðum. Nú finnst honum framkvæmdirnar ekki lengur góð hugmynd, er með samviskubit og kallar þetta "feigðarför". Orðrétt: "Þegar upp á Kárahnjúka var komið var eins og allt þetta gleymdist. Ég áttaði mig á því hvers vegna samviskubitið var tilkomið: ég hafði haft rangt fyrir mér. Ég hafði látið æsa mig upp í að heimta eitthvað sem mig vantaði ekki. Ég hafði gert eins og þegar ég var krakki, heimtað eitthvað bara til að heimta. Mér og mínum hafði verið att út í forað pólitíkusa sem eiga sér enga ósk heitari en að fá klapp og endurkjör. Ég var fífl, fávíti og drusla. Allt í einu." --- --- --- Margt í grein Helga er raunar kostulegt. Hann segir meðal annars frá því þegar Guðrún Eva Mínervudóttir, sem hafði tjaldað á Arnarhóli til að mótmæla virkjuninni, kom austur til að lesa og var gefið "sterklega til kynna að enginn kærði sig um hennar bók". Og einnig frá því hvernig viðtökur Jakob Frímann Magnússon og Stuðmenn fengu: "Þeir komu og héldu ball meðan á þessu öllu saman stóð og hann var á fullu að ganga frá okkur Reyðfirðingum sem formaður hreyfingar sem beinlínis vildi okkur dauð og grafin. Þannig fíluðum við þetta að minnsta kosti. Jakob fékk ekki blíðar móttökur eystra. Ég man alltaf þegar nýtt hænuegg small á Roland hljómborði Stuðmannsins á ballinu og á eftir fylgdu tómatar, plastflöskur og ýmislegt smálegt. Vinur minn var svo snúinn niður á leið upp að sama Roland hljómborði þegar dyravörður, sem pottþétt var í sama hópi og Jakob, og vildi ganga frá okkur Austfirðingum dauðum, heyrði hann lýsa því hvað Jakob myndi nú standa aumur eftir dytti einhverjum í hug að mölva helvítis skemmtarann hans." --- --- --- Annars birtir Ögmundur Jónasson pistil Helga Seljan í heild á heimasíðu sinni. Lesið með því að smella hér. --- --- --- Meira þessu tengt. Grapevine skrifar um Paul Gill, Bretann sem var rekinn úr landi fyrir að sletta grænu skyri á álfursta. Tilefnið er að Grapevine hafði samband við Gill og bað hann um viðtal. Gill svaraði og sagðist ekki kæra sig um neitt slíkt; aðgerðirnar töluðu sínu máli, þær væru tilgangur í sjálfu sér en ekki leið að markmiði. Það er kannski engin ástæða til að endursegja þetta bull, en Gill segist stoltur af því að hafa náð að senda skilaboðin "fuck off" í þessháttar samkomu iðjuhölda. Þetta þurfi ekkert að skýra nánar út. Þeir hjá Grapevine eru eðlilega nokkuð hugsi yfir þessu. Þeir spyrja í fyrirsögn hvort Gill sé "vinur jarðarinnar eða organdi hálfviti"? En bæta svo við – þið verðið að dæma um það sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Undarlegt þetta fár út af fáeinum hræðum sem hafa sett upp tjöld til að eiga hægara með að mótmæla austur við Kárahnjúka. Nú er búið að reka fólkið burt – með aðstoð kirkjunnar – það á helst að senda það úr landi. Á fréttamyndum sér maður ábúðarmikla löggæslumenn standa yfir vesældarlegum mótmælendum sem eru að taka saman eigur sínar. Við viljum ekkert svonalagað hér, eru skilaboðin. Þrátt fyrir öll mannalæti smáþjóðarinnar er stutt í molbúaháttinn. --- --- --- Kannski eru þetta vitleysingar eða auðnuleysingjar eins og það er kallað í Fréttablaðinu. Það kemur málinu bara ekkert við – þetta fólk á að fá að mótmæla eins og það getur. Það breytir heldur ekki neinu hvort þetta eru útlendingar eða atvinnumótmælendur. Útlendingar eiga að geta mótmælt hérna eins og aðrir - er ekki virkjunin einmitt reist til að veita orku í verksmiðju sem er í eigu alþjóðlegs auðhrings? Það er heldur ekkert sem bannar fólki að hafa mótmæli að atvinnu. Mönnum er meira að segja heimilt að hafa vondan málstað og nota vondar aðferðir til að berjast fyrir honum. Eftir að hafa hlustað á fréttir er erfitt að sjá að fólkið hafi valdið slíkum skaða að sé tilefni til þessa upphlaups. Varla setur það mikið strik í reikning slíkra milljarðaframkvæmda þótt einhver hlekki sig við vörubíl eða spreyi slagorð á skúr. Raunar var á fréttaflutningnum að skilja að mesti glæpurinn væri að slagorðin eru á ensku. --- --- --- Svona mótmælabúðir hafa lengi þekkst. Maður þarf ekki að hafa farið á námskeið um baráttuna gegn hnattvæðingunni til að taka þátt. Aðferðir af þessu tagi voru til dæmis notaðar – í miklu stærri mæli – í baráttunni gegn Alta virkjuninni í Norður-Noregi á sínum tíma. Frægar eru mótmælabúðir kvenna við Greenham Common; þar var tjaldað í mörg ár og einnig við kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield. Nú ef menn hafa svo miklar áhyggjur af þessu er ekki annað að gera en að auka öryggisgæsluna, þótt líklega sé ekki heimilt að setja Kínverja á smánarlaunum í lögreglubúninga. --- --- --- Annars eiga mótmælendurnir ýmsa bandamenn – og suma óvænta. Helgi Seljan, blaðamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð, flutti athyglisverðan pistil á Talstöðinni um daginn. Þar biðst Helgi, sem lengi bjó á Reyðarfirði, afsökunar á því að hafa stutt virkjanaframkvæmdirnar og segist hafa látið berast með í múgæsingu sem greip um sig austur á fjörðum. Nú finnst honum framkvæmdirnar ekki lengur góð hugmynd, er með samviskubit og kallar þetta "feigðarför". Orðrétt: "Þegar upp á Kárahnjúka var komið var eins og allt þetta gleymdist. Ég áttaði mig á því hvers vegna samviskubitið var tilkomið: ég hafði haft rangt fyrir mér. Ég hafði látið æsa mig upp í að heimta eitthvað sem mig vantaði ekki. Ég hafði gert eins og þegar ég var krakki, heimtað eitthvað bara til að heimta. Mér og mínum hafði verið att út í forað pólitíkusa sem eiga sér enga ósk heitari en að fá klapp og endurkjör. Ég var fífl, fávíti og drusla. Allt í einu." --- --- --- Margt í grein Helga er raunar kostulegt. Hann segir meðal annars frá því þegar Guðrún Eva Mínervudóttir, sem hafði tjaldað á Arnarhóli til að mótmæla virkjuninni, kom austur til að lesa og var gefið "sterklega til kynna að enginn kærði sig um hennar bók". Og einnig frá því hvernig viðtökur Jakob Frímann Magnússon og Stuðmenn fengu: "Þeir komu og héldu ball meðan á þessu öllu saman stóð og hann var á fullu að ganga frá okkur Reyðfirðingum sem formaður hreyfingar sem beinlínis vildi okkur dauð og grafin. Þannig fíluðum við þetta að minnsta kosti. Jakob fékk ekki blíðar móttökur eystra. Ég man alltaf þegar nýtt hænuegg small á Roland hljómborði Stuðmannsins á ballinu og á eftir fylgdu tómatar, plastflöskur og ýmislegt smálegt. Vinur minn var svo snúinn niður á leið upp að sama Roland hljómborði þegar dyravörður, sem pottþétt var í sama hópi og Jakob, og vildi ganga frá okkur Austfirðingum dauðum, heyrði hann lýsa því hvað Jakob myndi nú standa aumur eftir dytti einhverjum í hug að mölva helvítis skemmtarann hans." --- --- --- Annars birtir Ögmundur Jónasson pistil Helga Seljan í heild á heimasíðu sinni. Lesið með því að smella hér. --- --- --- Meira þessu tengt. Grapevine skrifar um Paul Gill, Bretann sem var rekinn úr landi fyrir að sletta grænu skyri á álfursta. Tilefnið er að Grapevine hafði samband við Gill og bað hann um viðtal. Gill svaraði og sagðist ekki kæra sig um neitt slíkt; aðgerðirnar töluðu sínu máli, þær væru tilgangur í sjálfu sér en ekki leið að markmiði. Það er kannski engin ástæða til að endursegja þetta bull, en Gill segist stoltur af því að hafa náð að senda skilaboðin "fuck off" í þessháttar samkomu iðjuhölda. Þetta þurfi ekkert að skýra nánar út. Þeir hjá Grapevine eru eðlilega nokkuð hugsi yfir þessu. Þeir spyrja í fyrirsögn hvort Gill sé "vinur jarðarinnar eða organdi hálfviti"? En bæta svo við – þið verðið að dæma um það sjálf.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun