Umfangsmesta einkavæðingin 28. júlí 2005 00:01 Einkavæðingarnefnd opnar tilboð í Símann í viðurvist fjölmiðlafólks og bjóðenda í dag. Í kjölfarið verður gengið til viðræðna við hæstbjóðendur. Þær viðræður eiga að ganga fljótt fyrir sig þar sem drög að kaupsamningi liggja þegar fyrir. Eru því allar líkur á því að Landssími Íslands verði kominn úr höndum ríkisins í lok ágúst. Sala Símans er stærsta einstaka einkavæðingin í sögu íslensku þjóðarinnar. Aldrei hefur verðmætara opinbert fyrirtæki verið selt í einu lagi. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn settist í ríkisstjórn, undir forsæti Davíðs Oddssonar árið 1991, hefur markvisst verið unnið að því að minnka umsvif ríkisins og koma opinberum fyrirtækjum í hendur einkaaðila. Frá árinu 1999 hefur söluvirði seldra hlutabréfa í eigu ríkisins numið 55 milljörðum króna. Umfangsmesta einkavæðingin á þessum tíma hefur verið sala Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankans og Landsbankans. Í dag mun liggja fyrir hve verðmætur Síminn er í augum fjárfesta, sem hafa undanfarnar vikur yfirfarið ítarleg gögn um rekstur fyrirtækisins. Árið 2001 var verðmæti Símans metið á 45 milljarða króna. Sérfræðingar telja hann meira virði í dag í ljósi þess að hægt sé að hagræða í rekstrinum. Til samanburðar var tæpur helmingshlutur í hvorum ríkisbankanum, Búnaðarbankanum og Landsbankanum, seldur á rúmlega tólf milljarða á árunum 2002 og 2003. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Eftir að greitt verður fyrir hlut ríkisins í Símanum er mikilvægt að stjórnmálamenn ráðstafi andvirðinu þannig að það nýtist öllum landsmönnum og komandi kynslóðum. Ein leið til þess er að lækka skuldir ríkissjóðs og greiða niður lífeyrisskuldbindingar. Vilji ríkisstjórnin eyða peningunum í einhver gæluverkefni, eins og jarðgöng milli fámennra byggðarlaga, ætti hún að hafa dug í sér til að skera niður vaxandi ríkisútgjöld til að mæta þeim kostnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Einkavæðingarnefnd opnar tilboð í Símann í viðurvist fjölmiðlafólks og bjóðenda í dag. Í kjölfarið verður gengið til viðræðna við hæstbjóðendur. Þær viðræður eiga að ganga fljótt fyrir sig þar sem drög að kaupsamningi liggja þegar fyrir. Eru því allar líkur á því að Landssími Íslands verði kominn úr höndum ríkisins í lok ágúst. Sala Símans er stærsta einstaka einkavæðingin í sögu íslensku þjóðarinnar. Aldrei hefur verðmætara opinbert fyrirtæki verið selt í einu lagi. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn settist í ríkisstjórn, undir forsæti Davíðs Oddssonar árið 1991, hefur markvisst verið unnið að því að minnka umsvif ríkisins og koma opinberum fyrirtækjum í hendur einkaaðila. Frá árinu 1999 hefur söluvirði seldra hlutabréfa í eigu ríkisins numið 55 milljörðum króna. Umfangsmesta einkavæðingin á þessum tíma hefur verið sala Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankans og Landsbankans. Í dag mun liggja fyrir hve verðmætur Síminn er í augum fjárfesta, sem hafa undanfarnar vikur yfirfarið ítarleg gögn um rekstur fyrirtækisins. Árið 2001 var verðmæti Símans metið á 45 milljarða króna. Sérfræðingar telja hann meira virði í dag í ljósi þess að hægt sé að hagræða í rekstrinum. Til samanburðar var tæpur helmingshlutur í hvorum ríkisbankanum, Búnaðarbankanum og Landsbankanum, seldur á rúmlega tólf milljarða á árunum 2002 og 2003. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Eftir að greitt verður fyrir hlut ríkisins í Símanum er mikilvægt að stjórnmálamenn ráðstafi andvirðinu þannig að það nýtist öllum landsmönnum og komandi kynslóðum. Ein leið til þess er að lækka skuldir ríkissjóðs og greiða niður lífeyrisskuldbindingar. Vilji ríkisstjórnin eyða peningunum í einhver gæluverkefni, eins og jarðgöng milli fámennra byggðarlaga, ætti hún að hafa dug í sér til að skera niður vaxandi ríkisútgjöld til að mæta þeim kostnaði.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun