Innlent

Reynt til þrautar að ná saman

Viðræðunefnd um R-lista samstarf á næsta kjörtímabili kemur saman til framhaldsfundar klukkan fimm síðdegis í dag. Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um aðferðir við val á fulltrúum flokkanna í efstu sæti listans. Einkum verður rædd hugmynd sem fram kom á fundi nefndarinnar seint í fyrrakvöld. Hún felur í sér að hver flokkur velji hver með sínu lagi þrjá fulltrúa í níu manna hóp. Gert er ráð fyrir að röð fulltrúanna á listanum ákvarðist í opnu prófkjöri sem haldið verði í samræmi við ákveðnar leikreglur. Ennfremur er ráðgert að sá er hafnar í efsta sætinu verði jafnframt borgarstjóraefni R-listans. Fyrirfram er búist við að þetta fyrirkomulag geti skilað Samfylkingunni og Vinstri grænum þremur fulltrúum hvorum flokki og Framsóknarflokknum tveimur í efstu átta sætin, en það er sá fjöldi sem þarf til að halda meirihlutanum. Fyrir þeirri skiptingu er þó engin trygging í prófkjöri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×